Hvað eru jólin? Karl Sigurbjörnsson og biskup Íslands skrifa 24. desember 2010 06:00 Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð," sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - "? Nei, jólin eru ekkert „bara". Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. Það er þessi blanda hefðanna, hámenningar og lágkúru, heiðni og kristni, tilfinningasemi og göfgi, ævintýra og goðsagna, visku og hjátrúar, dellu og speki. Lúkas og Matteus, Matthías Jochumsson, Jóhannes úr Kötlum, Dickens, Jólablót og Betlehem, jólasveinar, hirðar og englar, allt eru þetta þættir í hinni hlýju voð jólanna. Svo eru það hefðir, skyldur, langanir, þrár, dulúð og helgi í bland við harðan og kaldan þessa heims „raunveruleika". Ég er samt sannfærður um að við komumst aldrei nær kjarna málsins en móðir þjóðskáldsins þegar hún sagði drengnum sínum: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð hann skapar allan lífsfögnuð." Jólin brúa bil milli fólks, kynslóða, gefa okkur vitund fyrir því að tilheyra samfélagi sögu og minninga og tengja okkur við rætur trúarinnar. Jólin eru tími minninga, minninga um fyrri jól, um himneska birtu og saklausa sælu, um gleðistundir og stundir sorgar og saknaðar, minningar um gjafir og eins um missi. Svona eru jólin, þau faðma þetta allt. Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóðlífið allt, tökum eftir því! Og það er ekkert bara. Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri. Og við njótum fegurðar í ljósum og hljómum og hrífandi söng. Þér finnst þetta ef til vill einber tilfinningasemi án viðfestu við harðan raunveruleikann. Nei, það er það ekki, þetta er raunveruleikinn! Þetta er lífið. Hvað er raunverulegra en lítið barn? Hvað er sannara, meira ekta en hinar blíðu kenndir umhyggju og kærleika, samkenndar, sáttar og friðar, trúar og vonar? Og meir en það. Í jólaguðspjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má blessun valda, þar er áleitin siðferðisleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfélag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitringarnir, en það er vel þess virði að leita. Jólin eru ekkert „bara". Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna. Látum þessa helgu hátíð færa okkur nær hvert öðru er við nálgumst leyndardóminn sem jólin fagna og boða. Látum hana næra og glæða hin góðu gildi er við leitumst við að gera öðrum gott, gleðja aðra og auðga líf annarra, sérstaklega þeirra fátæku og þeirra sem halloka fara. Látum boðskap jólanna lifa í okkur og með okkur og speglast til annarra af viðmóti okkar, ásjónu, afstöðu, verkum er við tökum undir bænina sem sameinar hinn kristna heim á helgum jólum: Friður á jörðu, friður í hjarta, friður frelsarans Jesú með öllum mönnum. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð," sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - "? Nei, jólin eru ekkert „bara". Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. Það er þessi blanda hefðanna, hámenningar og lágkúru, heiðni og kristni, tilfinningasemi og göfgi, ævintýra og goðsagna, visku og hjátrúar, dellu og speki. Lúkas og Matteus, Matthías Jochumsson, Jóhannes úr Kötlum, Dickens, Jólablót og Betlehem, jólasveinar, hirðar og englar, allt eru þetta þættir í hinni hlýju voð jólanna. Svo eru það hefðir, skyldur, langanir, þrár, dulúð og helgi í bland við harðan og kaldan þessa heims „raunveruleika". Ég er samt sannfærður um að við komumst aldrei nær kjarna málsins en móðir þjóðskáldsins þegar hún sagði drengnum sínum: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð hann skapar allan lífsfögnuð." Jólin brúa bil milli fólks, kynslóða, gefa okkur vitund fyrir því að tilheyra samfélagi sögu og minninga og tengja okkur við rætur trúarinnar. Jólin eru tími minninga, minninga um fyrri jól, um himneska birtu og saklausa sælu, um gleðistundir og stundir sorgar og saknaðar, minningar um gjafir og eins um missi. Svona eru jólin, þau faðma þetta allt. Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóðlífið allt, tökum eftir því! Og það er ekkert bara. Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri. Og við njótum fegurðar í ljósum og hljómum og hrífandi söng. Þér finnst þetta ef til vill einber tilfinningasemi án viðfestu við harðan raunveruleikann. Nei, það er það ekki, þetta er raunveruleikinn! Þetta er lífið. Hvað er raunverulegra en lítið barn? Hvað er sannara, meira ekta en hinar blíðu kenndir umhyggju og kærleika, samkenndar, sáttar og friðar, trúar og vonar? Og meir en það. Í jólaguðspjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má blessun valda, þar er áleitin siðferðisleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfélag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitringarnir, en það er vel þess virði að leita. Jólin eru ekkert „bara". Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna. Látum þessa helgu hátíð færa okkur nær hvert öðru er við nálgumst leyndardóminn sem jólin fagna og boða. Látum hana næra og glæða hin góðu gildi er við leitumst við að gera öðrum gott, gleðja aðra og auðga líf annarra, sérstaklega þeirra fátæku og þeirra sem halloka fara. Látum boðskap jólanna lifa í okkur og með okkur og speglast til annarra af viðmóti okkar, ásjónu, afstöðu, verkum er við tökum undir bænina sem sameinar hinn kristna heim á helgum jólum: Friður á jörðu, friður í hjarta, friður frelsarans Jesú með öllum mönnum. Gleðileg jól!
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun