Sönn lýðræðisást 22. október 2010 06:00 Nú hafa nokkrir þingmenn innblásnir af lýðræðisást lagt fram þingsályktunartillögu að samhliða kjöri til stjórnlagaþings skuli einnig greitt atkvæði um hvort haldið skuli áfram viðræðum við Evrópusambandið. Þetta er auðvitað stórsnjöll tillaga enda slær hún tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi kemur þetta í veg fyrir að við fáum að vita hvað hægt er að fá út úr viðræðum við þetta ferlega fyrirbæri sem ESB er og í seinna lagi þá sparar þetta þingmönnunum það ómak að leggja fram aftur tillögu sína að draga eigi umsóknina til baka. Af einhverjum ástæðum voru þeir hálfhræddir að hún myndi ekki vera samþykkt á Alþingi. Í anda þessarar lýðræðisástar eiga þessir þingmenn auðvitað að víkka út þessa þjóðaratkvæðishugmynd og taka fleiri kosningar inn í pakkann. Til dæmis væri þjóðráð að kjósa hvort viðhalda eigi núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Einnig mætti kjósa um hvort hækka eigi skatta eða lækka þá. Svo mætti taka inn þjóðlendumálin og kjósa um þau um allt land. Í einstökum kjördæmum mætti til dæmis kjósa um opnun áfengisverslunar eða hvort sameina eigi fleiri sveitarfélög. Kópavogsbúar og Reykvíkingar gætu hæglega kosið um hugmynd borgarstjórans að sameina þessi tvo sveitarfélög. Álftnesingar gætu tekið afstöðu til sameiningar við Hafnarfjörð, Garðabæ eða Reykjavík. Þetta er nefnilega gullið tækifæri til að láta hið fullkomna lýðræði verða að veruleika. Þessari áskorun er hér með komið á framfæri við þessa sjö mjög svo verðugu fulltrúa okkar á Alþingi. Allt í nafni þess að þjóðin fái nú örugglega ekki að kynna sér hugsanlegan samning við Evrópusambandið og að kjósa um slíkan samning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Nú hafa nokkrir þingmenn innblásnir af lýðræðisást lagt fram þingsályktunartillögu að samhliða kjöri til stjórnlagaþings skuli einnig greitt atkvæði um hvort haldið skuli áfram viðræðum við Evrópusambandið. Þetta er auðvitað stórsnjöll tillaga enda slær hún tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi kemur þetta í veg fyrir að við fáum að vita hvað hægt er að fá út úr viðræðum við þetta ferlega fyrirbæri sem ESB er og í seinna lagi þá sparar þetta þingmönnunum það ómak að leggja fram aftur tillögu sína að draga eigi umsóknina til baka. Af einhverjum ástæðum voru þeir hálfhræddir að hún myndi ekki vera samþykkt á Alþingi. Í anda þessarar lýðræðisástar eiga þessir þingmenn auðvitað að víkka út þessa þjóðaratkvæðishugmynd og taka fleiri kosningar inn í pakkann. Til dæmis væri þjóðráð að kjósa hvort viðhalda eigi núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Einnig mætti kjósa um hvort hækka eigi skatta eða lækka þá. Svo mætti taka inn þjóðlendumálin og kjósa um þau um allt land. Í einstökum kjördæmum mætti til dæmis kjósa um opnun áfengisverslunar eða hvort sameina eigi fleiri sveitarfélög. Kópavogsbúar og Reykvíkingar gætu hæglega kosið um hugmynd borgarstjórans að sameina þessi tvo sveitarfélög. Álftnesingar gætu tekið afstöðu til sameiningar við Hafnarfjörð, Garðabæ eða Reykjavík. Þetta er nefnilega gullið tækifæri til að láta hið fullkomna lýðræði verða að veruleika. Þessari áskorun er hér með komið á framfæri við þessa sjö mjög svo verðugu fulltrúa okkar á Alþingi. Allt í nafni þess að þjóðin fái nú örugglega ekki að kynna sér hugsanlegan samning við Evrópusambandið og að kjósa um slíkan samning.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar