Verjum heilbrigðisþjónustuna 25. júní 2010 06:00 Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun