Áskorun til ráðamanna þjóðarinnar 2. júní 2010 16:04 Í stefnulýsingu Samfylkingarinnar segir að flokkurinn leggi ,,áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum." Jafnframt stendur í stefnuskrá Vinstri grænna að langvarandi kúgun Ísraela á Palestínumönnum verði að linna og að Ísland eigi að ganga úr NATO. Í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir kenna sig bersýnilega við friðsamlega utanríkisstefnu vil ég varpa fram tveimur kunnuglegum tillögum. 1. Ísland slíti tafarlaust stjórnmálasambandinu við Ísrael. Í meira en 60 ár hafa ísraelskir zíonistar framið kerfisbundin fjöldamorð á Palestínumönnum, hrakið þá frá heimkynnum sínum og kallað yfir þá kúgun og volæði. Auðvitað hafa Palestínumenn ekki látið það þegjandi yfir sig ganga en skæruliðar þeirra mega sín lítils frammi fyrir gríðarlegum hernaðarmætti Ísraela. Þrátt fyrir að brjóta alþjóðalög æ ofan í æ njóta Ísraelar fjárhagslegs og hernaðarlegs stuðnings bandarískra stjórnvalda og jafnframt hafa Evrópuþjóðir sýnt zíonistum forkastanlega linkind. Hingað til hafa íslenskir ráðamenn fordæmt árásir Ísraela annan daginn en drukkið kaffibolla með þarlendum stjórnvöldum hinn daginn. Slíkt hálfkák er Íslendingum ekki til sóma. Meðan ísraelsk stjórnvöld hegða sér eins og villimenn ætti afstaðan gagnvart Ísrael ekki að vera öðruvísi en gagnvart ríkjum á borð við Norður-Kóreu. Með því að slíta stjórnmálasambandinu gætu Íslendingar sýnt öðrum þjóðum gott fordæmi. Ef fleiri þjóðir settu Ísraelum stólinn fyrir dyrnar væri gríðarlegur þrýstingur settur á Ísraela og vonandi stórt skref stigið í átt að réttlæti og friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 2. Íslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þótt bandaríski herinn sé farinn af landi brott má ekki gleyma því að Ísland tilheyrir enn hernaðarbandalaginu NATO og aðildin kostar ríkissjóð rúmlega 87 milljónir króna á ári. Eftir fall Sovétríkjanna hefur hlutverk NATO breyst; það hefur fært út anga sína, sniðgengið alþjóðasáttmála og orðið að eins konar taglhnýtingi kapítalískrar heimsvaldastefnu. Bandalagið er meðal annars frægt fyrir að rústa skólum og sjúkrahúsum í Júgóslavíu, aðstoða hernámsöfl stríðsþjáðra landa, beita sér gegn kjarnorkuafvopnun og starfa náið með Ísraelsher. Jafnframt hefur herstjórn bandalagsins allt frá upphafi verið í höndum bandarískra herforingja og ætti því að liggja í augum uppi hverra hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Aðild Íslands að NATO er smánarblettur fyrir land og þjóð. Með henni er þjóðin bendluð við eyðileggingu, kúgun og fjöldamorð. Með því að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og ganga úr Atlantshafsbandalaginu myndu Íslendingar sýna vestrænni heimsvaldastefnu réttmæta vanþóknun og uppskera þakklæti kúgaðra þjóða í heiminum. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í stefnulýsingu Samfylkingarinnar segir að flokkurinn leggi ,,áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum." Jafnframt stendur í stefnuskrá Vinstri grænna að langvarandi kúgun Ísraela á Palestínumönnum verði að linna og að Ísland eigi að ganga úr NATO. Í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir kenna sig bersýnilega við friðsamlega utanríkisstefnu vil ég varpa fram tveimur kunnuglegum tillögum. 1. Ísland slíti tafarlaust stjórnmálasambandinu við Ísrael. Í meira en 60 ár hafa ísraelskir zíonistar framið kerfisbundin fjöldamorð á Palestínumönnum, hrakið þá frá heimkynnum sínum og kallað yfir þá kúgun og volæði. Auðvitað hafa Palestínumenn ekki látið það þegjandi yfir sig ganga en skæruliðar þeirra mega sín lítils frammi fyrir gríðarlegum hernaðarmætti Ísraela. Þrátt fyrir að brjóta alþjóðalög æ ofan í æ njóta Ísraelar fjárhagslegs og hernaðarlegs stuðnings bandarískra stjórnvalda og jafnframt hafa Evrópuþjóðir sýnt zíonistum forkastanlega linkind. Hingað til hafa íslenskir ráðamenn fordæmt árásir Ísraela annan daginn en drukkið kaffibolla með þarlendum stjórnvöldum hinn daginn. Slíkt hálfkák er Íslendingum ekki til sóma. Meðan ísraelsk stjórnvöld hegða sér eins og villimenn ætti afstaðan gagnvart Ísrael ekki að vera öðruvísi en gagnvart ríkjum á borð við Norður-Kóreu. Með því að slíta stjórnmálasambandinu gætu Íslendingar sýnt öðrum þjóðum gott fordæmi. Ef fleiri þjóðir settu Ísraelum stólinn fyrir dyrnar væri gríðarlegur þrýstingur settur á Ísraela og vonandi stórt skref stigið í átt að réttlæti og friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 2. Íslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þótt bandaríski herinn sé farinn af landi brott má ekki gleyma því að Ísland tilheyrir enn hernaðarbandalaginu NATO og aðildin kostar ríkissjóð rúmlega 87 milljónir króna á ári. Eftir fall Sovétríkjanna hefur hlutverk NATO breyst; það hefur fært út anga sína, sniðgengið alþjóðasáttmála og orðið að eins konar taglhnýtingi kapítalískrar heimsvaldastefnu. Bandalagið er meðal annars frægt fyrir að rústa skólum og sjúkrahúsum í Júgóslavíu, aðstoða hernámsöfl stríðsþjáðra landa, beita sér gegn kjarnorkuafvopnun og starfa náið með Ísraelsher. Jafnframt hefur herstjórn bandalagsins allt frá upphafi verið í höndum bandarískra herforingja og ætti því að liggja í augum uppi hverra hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Aðild Íslands að NATO er smánarblettur fyrir land og þjóð. Með henni er þjóðin bendluð við eyðileggingu, kúgun og fjöldamorð. Með því að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og ganga úr Atlantshafsbandalaginu myndu Íslendingar sýna vestrænni heimsvaldastefnu réttmæta vanþóknun og uppskera þakklæti kúgaðra þjóða í heiminum. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun