Nýsköpunarstjórn Teitur Bergþórsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Það hriktir í stoðum þeirrar ríkisstjórnar sem ég hef beðið hvað lengst eftir að sjá á Íslandi.Hví skyldi svo vera? Ein aðalástæðan er sú að VG keypti Samfylkinguna of dýru verði - seldu sannfæringu sína í ESB málinu og þurfa svo aftur að selja sjávarútvegsstefnu sína gagvart íhaldinu, til þess að eiga möguleika á að ganga frá Ísseifsmálinu. Pólitík gengur hins vegar - annars staðar en í einræðisríkjum - út á málamiðlanir. Þetta skekur ekki bara ríkisstjórnina - heldur virðist sem VG geti klofnað í tvær fylkingar. Munurinn á þessum klofningi og þegar Alþýðubandalagið klofnaði er sá að nú eru þetta málefnaárekstrar en í hinu tilvikinu persónulegt skítkast á báða bóga. VG stendur frammi fyrir því að verða lítill samstilltur stjórnarandstöðuflokkur um ókomna framtíð eða stór lítt samstilltur flokkur sem gæti komist í stjórn öðru hvoru og haft áhrif. Innan VG eru tveir mjög svo hæfir forystumenn. Saman unnu þeir að stofnun flokksins. Annar er formaður en hinn ekki. Ef flokkurinn á ekki að klofna þurfa þeir að finna pólitískan samnefnara - nýjan formann sem báðar fylkingar gætu sætt sig við.Sveigjanlegan samningamann sem þó getur haldið uppi þeim aga sem þarf að vera í hópsamsstarfi. Oft og mikið er vitnað þessa daganna í "eigin sannfæringu" þingmanna. Það gleymist hins vegar alltaf að "eigin sannfæring" er ekki bara til staðar hjá annarri fylkingunni - heldur báðum - og þess vegna þurfa menn einmitt að leita málamiðlana. Upphlaup Þessi sprenging sem varð innan þingflokksins er illa tímasett með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar. Menn hefðu átt að einsetja sér að að klára Ísseif áður en til uppgjörs kæmi. Það er nokkuð ljóst að lengra verður ekki náð með samningum í því máli. Er þessi uppákoma þá alvond? Nei - ef það verður á endanum til þess að fella núverandi ríkisstjórn, er það gott að mínu mati. Núverandi ríkisstjórn hefur miðað við aðstæður staðið sig nokkuð vel í tiltektinni í rústunum.Hins vegar, þegar að uppbyggingu kemur, og endurreisn hefst, blasir við, að vinstrimenn - upp til hópa - hafa nákvæmlega engan skilnig á því með hvaða hætti verðmætasköpun verður til. Þessi ríkisstjórn er komin á endastöð og nú eiga leiðir að skilja. Tóm steypa Hvaða hugmyndafræði notar núverandi ríkisstjórn til atvinnuuppbyggingar? Hún heitir sement og sandur. Frá því að menn skriðu út úr torfkofunum og fram á daginn í dag hafa Íslendingar verið að steypa. Þeir bændur sem áttu hesthús í sveitinni og fluttu á "mölina" steyptu sér jafnvel hús yfir arftaka hestsins - bílinn. Er vinstrimenn náðu borginni úr höndum íhaldsins margfaldaðist flatarmál skólahúsnæðis í Reykjavík.Ein fyrsta ákvörðun núverandi ríkisstjórnar var að heiðra Björgúlf með því að steypa monthýsi niður við höfn fyrir 40 milljarða, auk milljarðs í árlegan rekstrarkostnað.Á sama tíma er boðaður skertur námstími í öllum menntastofnunum landsins, og hvað mestur í grunnskólum - bein afleiðing alsherjar steypufyllerís. Það á að steypa spítala fyrir 70 milljarða og greiða 3 milljarða í leigu árlega næstu 40 árin einungis svo sjúklingar heyri ekki hroturnar hver í öðrum og geti verið á einbýli. Á sama tíma er ekki hægt að manna heilbrigðisstofnanir með sómasamlegum hætti vegna fjárskorts. Það á að steypa vegi og bora göt á fjöll til þess að nokkrir bílstjórar fái vinnu í 2-3 ár. 40 milljarðar þar. Hvað svo? Hálendisvegur þvert yfir landið myndi þó vera öllu viturlegra verkefni og auk þess skila verulegri arðsemi.Vaðlaheiðaborverkið er enn eitt dæmið um kjördæmapot og spillingu. Kostar 12 - 15 milljarða. Endurreisn Ef hætt væri við núverandi vegagerðaráform og spítalsbyggingu og inneign ríkisins hjá séreignarsjóðum tekin út væru 200 milljarðar lausir til nýsköpunar í atvinnulífi. Áhersla þarf að vera á að framleiða annars vegar vörur, sem ella þyrfti að flytja inn ,og hins vegar framleiðsla á vörum til útflutnings.Hér liggja td. gríðarleg tækifæri - ónýtt - í framleiðslu iðnaðarvara sem búnar eru til úr hráefni því er áliðnaðurinn flytur úr landi.Auka smábátaútgerð ofl. Til þess að koma þessari þjóð aftur á lappirnar að nýju þarf arðbæra framleiðslu í stað sífellt aukinnar þjónustu. Þetta skilja Sjálfstæðismenn - en þeir böðlast hins vegar alltaf áfram - hirða hagnaðinn en ríkisvæða skuldirnar.Því þurfum við nýja stjórn sem er blanda af framsæknum hægrimönnum og varfærnum vinstrimönnum. Næsta ríkisstjórn ætti að mínu mati að vera skipuð þremur flokkum þ.e. Sjálfstæðisflokki, Vinstri Grænum og Hreyfingunn.Þessi stjórn ætti að hafa það meginverkefni að halda sjálfstæði þjóðarinnar, endurreisa atvinnulífið og leysa ágreining um auðlindir ladnsins. Ég hef trú á að Styrmir Gunnarsson , Steingrímur og Þór Saari ættu að vera færir um að bræða þetta saman og koma nýrri stjórn á koppinn sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hriktir í stoðum þeirrar ríkisstjórnar sem ég hef beðið hvað lengst eftir að sjá á Íslandi.Hví skyldi svo vera? Ein aðalástæðan er sú að VG keypti Samfylkinguna of dýru verði - seldu sannfæringu sína í ESB málinu og þurfa svo aftur að selja sjávarútvegsstefnu sína gagvart íhaldinu, til þess að eiga möguleika á að ganga frá Ísseifsmálinu. Pólitík gengur hins vegar - annars staðar en í einræðisríkjum - út á málamiðlanir. Þetta skekur ekki bara ríkisstjórnina - heldur virðist sem VG geti klofnað í tvær fylkingar. Munurinn á þessum klofningi og þegar Alþýðubandalagið klofnaði er sá að nú eru þetta málefnaárekstrar en í hinu tilvikinu persónulegt skítkast á báða bóga. VG stendur frammi fyrir því að verða lítill samstilltur stjórnarandstöðuflokkur um ókomna framtíð eða stór lítt samstilltur flokkur sem gæti komist í stjórn öðru hvoru og haft áhrif. Innan VG eru tveir mjög svo hæfir forystumenn. Saman unnu þeir að stofnun flokksins. Annar er formaður en hinn ekki. Ef flokkurinn á ekki að klofna þurfa þeir að finna pólitískan samnefnara - nýjan formann sem báðar fylkingar gætu sætt sig við.Sveigjanlegan samningamann sem þó getur haldið uppi þeim aga sem þarf að vera í hópsamsstarfi. Oft og mikið er vitnað þessa daganna í "eigin sannfæringu" þingmanna. Það gleymist hins vegar alltaf að "eigin sannfæring" er ekki bara til staðar hjá annarri fylkingunni - heldur báðum - og þess vegna þurfa menn einmitt að leita málamiðlana. Upphlaup Þessi sprenging sem varð innan þingflokksins er illa tímasett með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar. Menn hefðu átt að einsetja sér að að klára Ísseif áður en til uppgjörs kæmi. Það er nokkuð ljóst að lengra verður ekki náð með samningum í því máli. Er þessi uppákoma þá alvond? Nei - ef það verður á endanum til þess að fella núverandi ríkisstjórn, er það gott að mínu mati. Núverandi ríkisstjórn hefur miðað við aðstæður staðið sig nokkuð vel í tiltektinni í rústunum.Hins vegar, þegar að uppbyggingu kemur, og endurreisn hefst, blasir við, að vinstrimenn - upp til hópa - hafa nákvæmlega engan skilnig á því með hvaða hætti verðmætasköpun verður til. Þessi ríkisstjórn er komin á endastöð og nú eiga leiðir að skilja. Tóm steypa Hvaða hugmyndafræði notar núverandi ríkisstjórn til atvinnuuppbyggingar? Hún heitir sement og sandur. Frá því að menn skriðu út úr torfkofunum og fram á daginn í dag hafa Íslendingar verið að steypa. Þeir bændur sem áttu hesthús í sveitinni og fluttu á "mölina" steyptu sér jafnvel hús yfir arftaka hestsins - bílinn. Er vinstrimenn náðu borginni úr höndum íhaldsins margfaldaðist flatarmál skólahúsnæðis í Reykjavík.Ein fyrsta ákvörðun núverandi ríkisstjórnar var að heiðra Björgúlf með því að steypa monthýsi niður við höfn fyrir 40 milljarða, auk milljarðs í árlegan rekstrarkostnað.Á sama tíma er boðaður skertur námstími í öllum menntastofnunum landsins, og hvað mestur í grunnskólum - bein afleiðing alsherjar steypufyllerís. Það á að steypa spítala fyrir 70 milljarða og greiða 3 milljarða í leigu árlega næstu 40 árin einungis svo sjúklingar heyri ekki hroturnar hver í öðrum og geti verið á einbýli. Á sama tíma er ekki hægt að manna heilbrigðisstofnanir með sómasamlegum hætti vegna fjárskorts. Það á að steypa vegi og bora göt á fjöll til þess að nokkrir bílstjórar fái vinnu í 2-3 ár. 40 milljarðar þar. Hvað svo? Hálendisvegur þvert yfir landið myndi þó vera öllu viturlegra verkefni og auk þess skila verulegri arðsemi.Vaðlaheiðaborverkið er enn eitt dæmið um kjördæmapot og spillingu. Kostar 12 - 15 milljarða. Endurreisn Ef hætt væri við núverandi vegagerðaráform og spítalsbyggingu og inneign ríkisins hjá séreignarsjóðum tekin út væru 200 milljarðar lausir til nýsköpunar í atvinnulífi. Áhersla þarf að vera á að framleiða annars vegar vörur, sem ella þyrfti að flytja inn ,og hins vegar framleiðsla á vörum til útflutnings.Hér liggja td. gríðarleg tækifæri - ónýtt - í framleiðslu iðnaðarvara sem búnar eru til úr hráefni því er áliðnaðurinn flytur úr landi.Auka smábátaútgerð ofl. Til þess að koma þessari þjóð aftur á lappirnar að nýju þarf arðbæra framleiðslu í stað sífellt aukinnar þjónustu. Þetta skilja Sjálfstæðismenn - en þeir böðlast hins vegar alltaf áfram - hirða hagnaðinn en ríkisvæða skuldirnar.Því þurfum við nýja stjórn sem er blanda af framsæknum hægrimönnum og varfærnum vinstrimönnum. Næsta ríkisstjórn ætti að mínu mati að vera skipuð þremur flokkum þ.e. Sjálfstæðisflokki, Vinstri Grænum og Hreyfingunn.Þessi stjórn ætti að hafa það meginverkefni að halda sjálfstæði þjóðarinnar, endurreisa atvinnulífið og leysa ágreining um auðlindir ladnsins. Ég hef trú á að Styrmir Gunnarsson , Steingrímur og Þór Saari ættu að vera færir um að bræða þetta saman og koma nýrri stjórn á koppinn sem fyrst.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun