Úlfar Hauksson: Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið Úlfar Hauksson skrifar 12. apríl 2010 06:00 Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Eftir Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun