Virðing Alþingis Pétur Bjarnason skrifar 3. júlí 2010 05:00 Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun