Er stjórnlagaþing ópíum fólksins? 22. október 2010 06:00 Ég er búin að fara hringinn, eftir að hafa fengið hvatningar frá góðu fólki um að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings. Mér þótti vænt um traustið sem mér var sýnt. Mér stendur heldur ekki á sama um hvernig þjóðin mín kemst út úr ógöngum kreppu á flestum sviðum þjóðfélagsins. Ég ákvað því að skoða þetta vandlega, las vef Stjórnlagaþings til að kynna mér hvað fælist í þessu, las skrif á Facebook, hlustaði á hvetjandi viðtal við Guðrúnu Pétursdóttur og las grein hennar um þetta ómetanlega tækifæri. Niðurstaða mín er sú að ég tel ekki rétt að etja sjálfri mér á foraðið. Kannski er útskýringin sú að ég hef búið lengi erlendis. Ég er vonlítil um að þetta átak skili sér. Það er svo margt losaralegt í kringum þetta - kannski er ég orðin of skandinavísk, á erfitt með íslenska kappið í stað forsjár. Hjá mér vakna margar spurningar:Hlutverk stjórnlagaþingsSamkvæmt vefnum er verkefnið að endurskoða stjórnarskrána og undirbúa lagafrumvarp um endurbætta stjórnarskrá. Hvernig á sú vinna að fara fram? Þetta er ekkert smáverkefni og verður ekki leyst á 2-4 mánuðum, hvað þá af 25-31 manns. Verður lögfrótt fólk þinginu til aðstoðar? Verður markvisst staðið að fræðslu og umræðu um hlutverk stjórnarskrár, núverandi stjórnarskrá og þá einnig í samanburði við stjórnarskrár í öðrum ríkjum? Hvernig úreldast stjórnarskrár og hvernig eru þær nútímavæddar? Fulltrúar á stjórnlagaþingiÁ að safna 25-31 fulltrúum þar sem dreifing þeirra (kyn, aldur, búseta, þjóðfélagsleg staða) er ekki hugsuð fyrir fram, heldur „blint" persónukjör látið ráða? Hvert er umboð fulltrúanna og ábyrgð? Er ekki hætta á að þeir verði leiksoppar í ferli sem þeir hafa mismunandi forsendur til að átta sig á? Er ekki hætt við að vinna þeirra verði tætt niður líkt og gerst hefur í sambandi við rannsóknarskýrsluna og ferli hennar í gegnum þingið? Og getur verið að sú reynsla fæli gott fólk frá? StjórnarskráUndirbúningur frumvarps um stjórnarskrá er margslungið ferli. Hvernig á að setja saman stjórnarskrá þjóðríkis í heimi þar sem landamæri verða æ ósýnilegri undir þéttri fuglafit alþjóðlegra laga og reglugerða - og það í landi sem er á hnjánum? Það í sjálfu sér er ögrandi verkefni og verðugt. En hverjar eru væntingar þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár, og hvað eru raunhæfar væntingar? FramboðEinstaklingar safna nú meðmælendum og lýsa yfir framboði á Facebook. Allt virkar þetta frekar spontant og á „mér líkar við þig"-nótunum. En ég kem ekki auga á aðferðafræði um hvernig staðið skuli að framboði. Á hvaða forsendum býður fólk sig fram? Í draumalandi lýðræðisins sæi ég fyrir mér grasrótarhópa í kringum hvern frambjóðenda. Sá hópur ynni að framboðinu, héldi umræðunni gangandi, undirbyggi mál og kryfði þau til mergjar. Ég er vonlítil um að Íslendingar nútímans hafi tíma eða þol til að sinna slíku ferli. Konur hvetja aðrar konur til að bjóða sig fram, en bjóða sig ekki sjálfar fram. Bera fyrir sig annir og ábyrgð á öðrum vettvangi. Verða það þá aðeins lífeyrisþegar, atvinnuleitendur og einyrkjar sem geta brugðið sér frá til að sinna lýðræðistilraunum? Fólk ætti að geta tekið lýðræðisorlof, sbr. fæðingarorlof. Ég kysi að sjá skilaboð eins og „við erum hópur sem vill láta rödd sína heyrast á stjórnlagaþingi, við viljum vinna saman í baklandinu og biðjum þig um að vera fulltrúi okkar". Eða „við viljum finna út úr því hvert okkar býður sig fram" (varla tími til þess, þrír dagar til stefnu). Tvær milljónirMér finnst mjög ósmekklegt að yfirleitt sé talað um að verja megi fé í framboðið. Þakið ætti að vera 20.000, þ.e. fyrir kaffi og kleinum. Ef framboðið á að vera ólíkt öðrum framboðum á það ekki að drukkna í kaupmennsku og auglýsingaskrumi. Umræður eiga að fara fram ókeypis í ríkisfjölmiðlum og á félagsmiðlum. Vinnustöðum, skólum, sambýlum o.s.frv. Þær eiga að vera lýðræðislegar og fræðandi. Hverjir mega við því að leggja tvær millur í framboð og hafa hug á að sitja á stjórnlagaþingi? Frjálshyggjugæjar, kannski til að tryggja sér auðlindirnar, en varla „fyrsti riðillinn", lýðræðisferli höfðar ekki til þeirra. Bloggarar og kverúlantar, já, ég hef séð nokkra slíka á listanum í dag. Þarna sé ég að vísu nokkrar flottar konur, sem ég veit að eiga sér gott bakland, góða mannkosti og vinahópa þar sem málin eru sífellt krufin til mergjar. Það má vera að þetta hljómi eins og svartsýnisraus, en mér finnst nauðsynlegt að staldra við og spyrja sig óþægilegra spurninga. Ekki síst í ljósi þess hvernig allar heiðarlegar tilraunir til að reisa landið við hafa drukknað í skarkala og ólátum. Að lokum situr í mér enn ein spurning: Er stjórnmálaþing ópíum til að róa fólkið - eða er von til þess að 30 manna lýðræðistilraun hafi eitthvað að segja í öngþveiti þar sem valdaleysi einkennir þau sem valdið eiga að hafa en raunverulegt vald leynist í myrkum undirstraumum utan seilingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að fara hringinn, eftir að hafa fengið hvatningar frá góðu fólki um að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings. Mér þótti vænt um traustið sem mér var sýnt. Mér stendur heldur ekki á sama um hvernig þjóðin mín kemst út úr ógöngum kreppu á flestum sviðum þjóðfélagsins. Ég ákvað því að skoða þetta vandlega, las vef Stjórnlagaþings til að kynna mér hvað fælist í þessu, las skrif á Facebook, hlustaði á hvetjandi viðtal við Guðrúnu Pétursdóttur og las grein hennar um þetta ómetanlega tækifæri. Niðurstaða mín er sú að ég tel ekki rétt að etja sjálfri mér á foraðið. Kannski er útskýringin sú að ég hef búið lengi erlendis. Ég er vonlítil um að þetta átak skili sér. Það er svo margt losaralegt í kringum þetta - kannski er ég orðin of skandinavísk, á erfitt með íslenska kappið í stað forsjár. Hjá mér vakna margar spurningar:Hlutverk stjórnlagaþingsSamkvæmt vefnum er verkefnið að endurskoða stjórnarskrána og undirbúa lagafrumvarp um endurbætta stjórnarskrá. Hvernig á sú vinna að fara fram? Þetta er ekkert smáverkefni og verður ekki leyst á 2-4 mánuðum, hvað þá af 25-31 manns. Verður lögfrótt fólk þinginu til aðstoðar? Verður markvisst staðið að fræðslu og umræðu um hlutverk stjórnarskrár, núverandi stjórnarskrá og þá einnig í samanburði við stjórnarskrár í öðrum ríkjum? Hvernig úreldast stjórnarskrár og hvernig eru þær nútímavæddar? Fulltrúar á stjórnlagaþingiÁ að safna 25-31 fulltrúum þar sem dreifing þeirra (kyn, aldur, búseta, þjóðfélagsleg staða) er ekki hugsuð fyrir fram, heldur „blint" persónukjör látið ráða? Hvert er umboð fulltrúanna og ábyrgð? Er ekki hætta á að þeir verði leiksoppar í ferli sem þeir hafa mismunandi forsendur til að átta sig á? Er ekki hætt við að vinna þeirra verði tætt niður líkt og gerst hefur í sambandi við rannsóknarskýrsluna og ferli hennar í gegnum þingið? Og getur verið að sú reynsla fæli gott fólk frá? StjórnarskráUndirbúningur frumvarps um stjórnarskrá er margslungið ferli. Hvernig á að setja saman stjórnarskrá þjóðríkis í heimi þar sem landamæri verða æ ósýnilegri undir þéttri fuglafit alþjóðlegra laga og reglugerða - og það í landi sem er á hnjánum? Það í sjálfu sér er ögrandi verkefni og verðugt. En hverjar eru væntingar þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár, og hvað eru raunhæfar væntingar? FramboðEinstaklingar safna nú meðmælendum og lýsa yfir framboði á Facebook. Allt virkar þetta frekar spontant og á „mér líkar við þig"-nótunum. En ég kem ekki auga á aðferðafræði um hvernig staðið skuli að framboði. Á hvaða forsendum býður fólk sig fram? Í draumalandi lýðræðisins sæi ég fyrir mér grasrótarhópa í kringum hvern frambjóðenda. Sá hópur ynni að framboðinu, héldi umræðunni gangandi, undirbyggi mál og kryfði þau til mergjar. Ég er vonlítil um að Íslendingar nútímans hafi tíma eða þol til að sinna slíku ferli. Konur hvetja aðrar konur til að bjóða sig fram, en bjóða sig ekki sjálfar fram. Bera fyrir sig annir og ábyrgð á öðrum vettvangi. Verða það þá aðeins lífeyrisþegar, atvinnuleitendur og einyrkjar sem geta brugðið sér frá til að sinna lýðræðistilraunum? Fólk ætti að geta tekið lýðræðisorlof, sbr. fæðingarorlof. Ég kysi að sjá skilaboð eins og „við erum hópur sem vill láta rödd sína heyrast á stjórnlagaþingi, við viljum vinna saman í baklandinu og biðjum þig um að vera fulltrúi okkar". Eða „við viljum finna út úr því hvert okkar býður sig fram" (varla tími til þess, þrír dagar til stefnu). Tvær milljónirMér finnst mjög ósmekklegt að yfirleitt sé talað um að verja megi fé í framboðið. Þakið ætti að vera 20.000, þ.e. fyrir kaffi og kleinum. Ef framboðið á að vera ólíkt öðrum framboðum á það ekki að drukkna í kaupmennsku og auglýsingaskrumi. Umræður eiga að fara fram ókeypis í ríkisfjölmiðlum og á félagsmiðlum. Vinnustöðum, skólum, sambýlum o.s.frv. Þær eiga að vera lýðræðislegar og fræðandi. Hverjir mega við því að leggja tvær millur í framboð og hafa hug á að sitja á stjórnlagaþingi? Frjálshyggjugæjar, kannski til að tryggja sér auðlindirnar, en varla „fyrsti riðillinn", lýðræðisferli höfðar ekki til þeirra. Bloggarar og kverúlantar, já, ég hef séð nokkra slíka á listanum í dag. Þarna sé ég að vísu nokkrar flottar konur, sem ég veit að eiga sér gott bakland, góða mannkosti og vinahópa þar sem málin eru sífellt krufin til mergjar. Það má vera að þetta hljómi eins og svartsýnisraus, en mér finnst nauðsynlegt að staldra við og spyrja sig óþægilegra spurninga. Ekki síst í ljósi þess hvernig allar heiðarlegar tilraunir til að reisa landið við hafa drukknað í skarkala og ólátum. Að lokum situr í mér enn ein spurning: Er stjórnmálaþing ópíum til að róa fólkið - eða er von til þess að 30 manna lýðræðistilraun hafi eitthvað að segja í öngþveiti þar sem valdaleysi einkennir þau sem valdið eiga að hafa en raunverulegt vald leynist í myrkum undirstraumum utan seilingar?
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun