Umfjöllun: Fjölnir kláraði bensínlaust lið ÍR í 4. leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2010 20:46 Jón Sverrisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira