Guð láti gott á vita Svavar Gestsson skrifar 7. september 2010 06:00 Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun