Héldu kyrru fyrir og lifðu af Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 16. febrúar 2010 00:01 Aðstæður á Langjökli voru erfiðar. „Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
„Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira