Héldu kyrru fyrir og lifðu af Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 16. febrúar 2010 00:01 Aðstæður á Langjökli voru erfiðar. „Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
„Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira