Sjálfsvíg - hvað svo? 10. nóvember 2010 06:00 Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast reyndar mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára meðaltal. Þetta þýðir að þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt áðurnefndum upplýsingum. Það er mun fleira en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Þannig lést árið 2008 að meðaltali einn í umferðinni í hverjum mánuði. Það er varlegt að áætla að hvert sjálfsvíg snerti með þungbærum hætti tíu manns. Á hverju ári eru þvi nokkur hundruð Íslendingar sem þurfa að takast á við þá erfiðu reynslu að einhver þeim nákominn ákvað að enda líf sitt. Þá eru ótaldir allir þeir sem áður hafa gengið í gegnum slíkt áfall. Meðal þeirra sem sinna sálgæslu vegna sorgar og áfalla hefur verið sagt að skyndilegt ótímabært andlát geri nánustu ættingja að 50 % öryrkjum næstu misserin á eftir. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð hefur lengi unnið að því að styðja þau sem þurft hafa að takast á við sjálfsvíg ástvina eða ættingja. N.k. fimmtudagskvöld 11. nóvember heldur sr. Svavar Stefánsson fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar um sjálfsvíg og þá sorgarúrvinnslu sem þarf að fylgja í kjölfarið. Sr. Svavar hefur áratuga reynslu svo og menntun í sálgæslu í kjölfar sjálfsvíga. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og er í safnaðarheimili Háteigskirkju og er öllum opinn. Þá verður einnig við sama tækifæri skráð í stuðningshóp fyrir aðstandendur en hann hefst mánudaginn 15. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast reyndar mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára meðaltal. Þetta þýðir að þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt áðurnefndum upplýsingum. Það er mun fleira en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Þannig lést árið 2008 að meðaltali einn í umferðinni í hverjum mánuði. Það er varlegt að áætla að hvert sjálfsvíg snerti með þungbærum hætti tíu manns. Á hverju ári eru þvi nokkur hundruð Íslendingar sem þurfa að takast á við þá erfiðu reynslu að einhver þeim nákominn ákvað að enda líf sitt. Þá eru ótaldir allir þeir sem áður hafa gengið í gegnum slíkt áfall. Meðal þeirra sem sinna sálgæslu vegna sorgar og áfalla hefur verið sagt að skyndilegt ótímabært andlát geri nánustu ættingja að 50 % öryrkjum næstu misserin á eftir. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð hefur lengi unnið að því að styðja þau sem þurft hafa að takast á við sjálfsvíg ástvina eða ættingja. N.k. fimmtudagskvöld 11. nóvember heldur sr. Svavar Stefánsson fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar um sjálfsvíg og þá sorgarúrvinnslu sem þarf að fylgja í kjölfarið. Sr. Svavar hefur áratuga reynslu svo og menntun í sálgæslu í kjölfar sjálfsvíga. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og er í safnaðarheimili Háteigskirkju og er öllum opinn. Þá verður einnig við sama tækifæri skráð í stuðningshóp fyrir aðstandendur en hann hefst mánudaginn 15. nóvember.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun