Guðmundur Andri Thorsson: Athugasemd Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. maí 2010 11:30 Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir lokuðu augunum gagnvart í starfsháttum bankanna og fyrirtækja á borð við FL-group - og þáðu laun fyrir. Í greininni nefndi ég að fram hefði komið að viðskiptahættir mannsins sem braskaði með bótasjóð Sjóvár hefðu verið kenndir gagnrýnislaust í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Þetta segir Snjólfur vera þvætting. Hann vill að ég taki þetta aftur og biðjist opinberlega afsökunar. Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastliðinn. Þar segir undir fyrirsögninni "Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum" að ein spurning í prófi á námskeiðinu "Stjórnun og skipulagsheildir" árið 2008 hafi verið á þessa leið: "Stjórnarformaður Milestone Karl Wernersson hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðlað að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsvegar ótengda fjölbreytingu (fjölþættingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?" Í framhaldinu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vilhjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði. Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um siðblindu eða heimsku einstakra kennara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé "kennt með velþóknun". Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í viðskiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni. Sé frétt DV úr lausu lofti gripin er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fellur grein Snjólfs um sjálfa sig. Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svipuðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagnrýni - heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni. Eða þarf kannski ekkert að endurskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir lokuðu augunum gagnvart í starfsháttum bankanna og fyrirtækja á borð við FL-group - og þáðu laun fyrir. Í greininni nefndi ég að fram hefði komið að viðskiptahættir mannsins sem braskaði með bótasjóð Sjóvár hefðu verið kenndir gagnrýnislaust í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Þetta segir Snjólfur vera þvætting. Hann vill að ég taki þetta aftur og biðjist opinberlega afsökunar. Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastliðinn. Þar segir undir fyrirsögninni "Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum" að ein spurning í prófi á námskeiðinu "Stjórnun og skipulagsheildir" árið 2008 hafi verið á þessa leið: "Stjórnarformaður Milestone Karl Wernersson hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðlað að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsvegar ótengda fjölbreytingu (fjölþættingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?" Í framhaldinu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vilhjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði. Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um siðblindu eða heimsku einstakra kennara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé "kennt með velþóknun". Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í viðskiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni. Sé frétt DV úr lausu lofti gripin er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fellur grein Snjólfs um sjálfa sig. Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svipuðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagnrýni - heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni. Eða þarf kannski ekkert að endurskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni?
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun