Opið bréf til Atla og Hrafns 21. október 2010 06:00 Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi: Í viðtalinu við ykkur félagana kom fram að líkur væru á að Alþingi muni hætta við að rannsaka lífeyrissjóðina þar sem nú þegar sé hafin rannsókn á vegum lífeyrissjóðanna sjálfra, þ.e. Landssambands lífeyrissjóða. Eins og fram kom í grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu, dreg ég stórlega í efa að slík rannsókn geti orðið annað en hvítþvottur þess sem fæst við að rannsaka eigin gerðir. Varla þarf að rifja upp fyrir ykkur að á fundi Landssamtaka lífeyrissjóðanna var ákveðið að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem hefði það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Sömu aðilar samþykktu að fela ríkissáttasemjara að tilnefna þrjá einstaklinga til setu í nefndinni. Af einhverri ástæðu sem líklega er sjálfstætt rannsóknarefni ákvað sáttasemjari aðeins að mæla með því að óvilhallur aðili tæki verkefnið að sér. Á vefnum http://skemman.is frá 04.05.2010 má lesa að Hrafn Bragason, formaður rannsóknar nefndarinnar, hafði áður verið leiðbeinandi annars starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar. Þeir félagar höfðu nefnilega „rannsakað" þessi mál áður. Varla þarf að taka fram að hér eru varla lengur óháðir og hæfir aðilar á ferð. Atli sagðist ætla að bíða eftir annarri skýrslu sem unnin verður af sömu aðilum og ætlar svo að sjá til hvort ástæða verði til að rannsaka lífeyrissjóðina eitthvað frekar. Allt ber þetta vott um það gagnsæi og heiðarleika sem íslenskum almenningi er boðið upp á um þessar mundir. Því spyr ég, getur verið að störf Atla fyrir verkalýðshreyfinguna, og þá sérstaklega innan stéttarfélagsins Eflingar, stýri hér för? Auðvitað veit ég ekki hvað fór á milli Atla og Hrafns en Hrafn sagði í umræddri frétt að þegar við útkomu skýrslu þingmannanefndarinnar hefði verið haft samband við nefndina og áréttað að sjálfstæð og óháð úttekt færi fram. En þetta var auðvitað alls ekki rétt. Rannsóknin er auðvitað hvorki óháð né sjálfstæð. Með öllum ráðum virðist reynt að koma í veg fyrir að Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina. Er ekki nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að öðlast traust og verða hafnir yfir áleitnar spurningar um spillingu? Að Hrafn skuli hafa viðurkennt að umrætt samtal hafi átt sér stað gerir hina óháðu rannsókn Landssamtakanna nefnilega alls ekki eins óháða og fólki er ætlað að halda. Getur verið, eftir allt sem á undan er gengið, að Landssamtök lífeyrissjóðanna komist upp með að stjórna rannsókn á sjálfum sér frá A til Ö? Atli Gíslason hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum landsins er á döfinni? Hingað til hef ég haft trú á Atla, en eins og málið blasir við núna hefur orðið breyting á. Réttast væri að þingmaðurinn segði sig frá þessu máli nú þegar. Eins er ég á þeirri skoðun að stöðva beri rannsóknarnefnd Landssamtakanna strax og fela raunverulegum óháðum rannsakendum málið. Hér þarf alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki eins og t.d. Kroll að koma að málum. Engin launung er á að Kroll er óháður rannsakandi og engu háð nema heiðarlegri niðurstöðu. Það er sanngjörn krafa að lífeyrissjóðir launafólks verði hreinsaðir af því óorði sem af þeim fer. Við sem eigum og treystum á sjóðina hljótum að gera kröfu til þess að hér orki ekkert tvímælis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi: Í viðtalinu við ykkur félagana kom fram að líkur væru á að Alþingi muni hætta við að rannsaka lífeyrissjóðina þar sem nú þegar sé hafin rannsókn á vegum lífeyrissjóðanna sjálfra, þ.e. Landssambands lífeyrissjóða. Eins og fram kom í grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu, dreg ég stórlega í efa að slík rannsókn geti orðið annað en hvítþvottur þess sem fæst við að rannsaka eigin gerðir. Varla þarf að rifja upp fyrir ykkur að á fundi Landssamtaka lífeyrissjóðanna var ákveðið að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem hefði það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Sömu aðilar samþykktu að fela ríkissáttasemjara að tilnefna þrjá einstaklinga til setu í nefndinni. Af einhverri ástæðu sem líklega er sjálfstætt rannsóknarefni ákvað sáttasemjari aðeins að mæla með því að óvilhallur aðili tæki verkefnið að sér. Á vefnum http://skemman.is frá 04.05.2010 má lesa að Hrafn Bragason, formaður rannsóknar nefndarinnar, hafði áður verið leiðbeinandi annars starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar. Þeir félagar höfðu nefnilega „rannsakað" þessi mál áður. Varla þarf að taka fram að hér eru varla lengur óháðir og hæfir aðilar á ferð. Atli sagðist ætla að bíða eftir annarri skýrslu sem unnin verður af sömu aðilum og ætlar svo að sjá til hvort ástæða verði til að rannsaka lífeyrissjóðina eitthvað frekar. Allt ber þetta vott um það gagnsæi og heiðarleika sem íslenskum almenningi er boðið upp á um þessar mundir. Því spyr ég, getur verið að störf Atla fyrir verkalýðshreyfinguna, og þá sérstaklega innan stéttarfélagsins Eflingar, stýri hér för? Auðvitað veit ég ekki hvað fór á milli Atla og Hrafns en Hrafn sagði í umræddri frétt að þegar við útkomu skýrslu þingmannanefndarinnar hefði verið haft samband við nefndina og áréttað að sjálfstæð og óháð úttekt færi fram. En þetta var auðvitað alls ekki rétt. Rannsóknin er auðvitað hvorki óháð né sjálfstæð. Með öllum ráðum virðist reynt að koma í veg fyrir að Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina. Er ekki nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að öðlast traust og verða hafnir yfir áleitnar spurningar um spillingu? Að Hrafn skuli hafa viðurkennt að umrætt samtal hafi átt sér stað gerir hina óháðu rannsókn Landssamtakanna nefnilega alls ekki eins óháða og fólki er ætlað að halda. Getur verið, eftir allt sem á undan er gengið, að Landssamtök lífeyrissjóðanna komist upp með að stjórna rannsókn á sjálfum sér frá A til Ö? Atli Gíslason hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum landsins er á döfinni? Hingað til hef ég haft trú á Atla, en eins og málið blasir við núna hefur orðið breyting á. Réttast væri að þingmaðurinn segði sig frá þessu máli nú þegar. Eins er ég á þeirri skoðun að stöðva beri rannsóknarnefnd Landssamtakanna strax og fela raunverulegum óháðum rannsakendum málið. Hér þarf alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki eins og t.d. Kroll að koma að málum. Engin launung er á að Kroll er óháður rannsakandi og engu háð nema heiðarlegri niðurstöðu. Það er sanngjörn krafa að lífeyrissjóðir launafólks verði hreinsaðir af því óorði sem af þeim fer. Við sem eigum og treystum á sjóðina hljótum að gera kröfu til þess að hér orki ekkert tvímælis.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun