Alþingi fær málskotsrétt til forseta Svavar Gestsson skrifar 13. nóvember 2010 06:30 Forseti Íslands lýsti því yfir á dögunum að hann íhugaði að setja Icesave-málið aftur í þjóðaratkvæði. Hann dró ummæli sín ekki til baka í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni sama dag eins og hann hefði getað gert en vildi greinilega ekki gera. Þar með hefur hann í raun afnumið þingræðið í þessu máli - og hann getur það í fleiri málum. Nú er vitað að niðurskurður í heilbrigðismálum úti á landi er afar óvinsælt mál þar. Verður fjárlagafrumvarpið sent til þjóðaratkvæðis? Rökrétt afleiðing af þessari afstöðu forsetans væri sú að framvegis byrjaði Alþingi á því að spyrja forsetann áður en mál væri til meðferðar á Alþingi hvort líklegt væri að forsetinn myndi fallast á málið eða ekki. Alþingi hefur málskotsrétt til forsetans. Hvernig ætlar Alþingi að höggva á þennan hnút? Forsetinn getur tekið sér þetta vald gagnvart Alþingi af því að Alþingi er svo óvinsælt - meðal annars fyrir málflutning þingmannanna sjálfra - að enginn mun taka upp hanskann fyrir Alþingi. Ólafur mun því halda áfram; hann verður eins og Pútín og Medvedjeff í einum og sama manninum. Forsetinn getur líka komist upp með þetta vegna þess að það er ekki bannað í stjórnarskránni, engin skýr lög hafa verið sett um forsetaembættið. Þau þarf að setja og það er vel hægt að setja lög um forsetaembættið á grundvelli stjórnarskrárinnar eins og hún er. Þetta er ekki skrifað hér í hálfkæringi og enn síður í gríni. Hér er komið að kjarna lýðræðisins, þingræðinu: Viljum við þingræði eða viljum við eitthvað allt annað? Sú stjórnskipun sem Ólafur Ragnar hefur skapað hefur ekkert nafn því hvergi á jörðinni er þingið svo lítilsiglt að það þurfi að biðja um leyfi hjá þjóðhöfðingjanum til þess að fá að samþykkja mál. Unir Alþingi þessu eða er það kannski orðið alger drusla? Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands lýsti því yfir á dögunum að hann íhugaði að setja Icesave-málið aftur í þjóðaratkvæði. Hann dró ummæli sín ekki til baka í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni sama dag eins og hann hefði getað gert en vildi greinilega ekki gera. Þar með hefur hann í raun afnumið þingræðið í þessu máli - og hann getur það í fleiri málum. Nú er vitað að niðurskurður í heilbrigðismálum úti á landi er afar óvinsælt mál þar. Verður fjárlagafrumvarpið sent til þjóðaratkvæðis? Rökrétt afleiðing af þessari afstöðu forsetans væri sú að framvegis byrjaði Alþingi á því að spyrja forsetann áður en mál væri til meðferðar á Alþingi hvort líklegt væri að forsetinn myndi fallast á málið eða ekki. Alþingi hefur málskotsrétt til forsetans. Hvernig ætlar Alþingi að höggva á þennan hnút? Forsetinn getur tekið sér þetta vald gagnvart Alþingi af því að Alþingi er svo óvinsælt - meðal annars fyrir málflutning þingmannanna sjálfra - að enginn mun taka upp hanskann fyrir Alþingi. Ólafur mun því halda áfram; hann verður eins og Pútín og Medvedjeff í einum og sama manninum. Forsetinn getur líka komist upp með þetta vegna þess að það er ekki bannað í stjórnarskránni, engin skýr lög hafa verið sett um forsetaembættið. Þau þarf að setja og það er vel hægt að setja lög um forsetaembættið á grundvelli stjórnarskrárinnar eins og hún er. Þetta er ekki skrifað hér í hálfkæringi og enn síður í gríni. Hér er komið að kjarna lýðræðisins, þingræðinu: Viljum við þingræði eða viljum við eitthvað allt annað? Sú stjórnskipun sem Ólafur Ragnar hefur skapað hefur ekkert nafn því hvergi á jörðinni er þingið svo lítilsiglt að það þurfi að biðja um leyfi hjá þjóðhöfðingjanum til þess að fá að samþykkja mál. Unir Alþingi þessu eða er það kannski orðið alger drusla? Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun