Opið bréf til heilbrigðisráðherra 10. nóvember 2010 06:00 Ágæti ráðherra. Fyrirhugaður niðurskurður á grunnþjónustu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni vekur upp áleitnar spurningar. Ljóst er að tillögurnar fela í sér kerfisbreytingu þar sem þungi niðurskurðarins lendir á stofnunum sem nú standa fyrir u.þ.b. 10% af útgjöldum til heilbrigðismála. Heildarniðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu nemur um 4,7 milljörðum króna, þar af 3 milljörðum á héraðssjúkrahúsunum. Af þessu leiðir að verkefni verða færð frá héraðssjúkrahúsunum til Landspítala - Háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og reyndar að öllum líkindum til einkalæknastofa í Reykjavík. Með þessum niðurskurði er því verið að ráðast í stórfellda kerfisbreytingu á fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar í landinu sem ekki hefur farið nein skipulögð umræða um. Hvers vegna ráðfærðu starfsmenn ráðuneytisins sig ekki við forsvarsmenn héraðssjúkrahúsanna áður en tillögurnar komu fram. Þeir fengu fyrst að heyra af þeim degi áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram? Telur ráðherrann þetta skynsamleg vinnubrögð? Hefur verið reiknað út hvaða kostnaðaraukning verður á LSH og FSA bæði hvað varðar rekstur og stofnkostnað sem leggja verður út í til að geta tekið við auknum verkefnum? Hefur verið reiknaður út kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna flutnings sjúklinga frá dreifðari byggðum til Reykjavíkur og Akureyrar? Hefur kostnaður sem leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra vegna vinnutaps, ferða og dvalar í Reykjavík og á Akureyri verið metinn? Látið hefur verið í veðri vaka, bæði af læknum á Landspítalanum og stjórnmálamönnum sem tekið hafa undir með þeim, að ástæðulaust sé að reka litla landspítala úti um allt land þar sem héraðssjúkrahúsin hafi ekki yfir nægilegri fagþekkingu að ráða og öryggi sjúklinga þeirra þar með ógnað. Er ráðherrann sammála þessum sjónarmiðum og að þess vegna sé rétt að færa verkefni frá héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi til Landspítalans? Er ekki ábyrgðarhluti að grafa undan trausti á héraðssjúkrahúsunum með þessum hætti og vekja upp tortryggni gagnvart þjónustunni sem þau veita? Með tillögunum mun Landspítalinn verða umdæmissjúkrahús Sunnlendinga og taka við og sinna: Öllum sjúklingum sem liggja banaleguna; krabbameinssjúklingum; öllum almennum lyflæknissjúklingum; aðgerðarsjúklingum frá LSH sem verða alla leguna á LSH í stað þess að liggja eftir aðgerð í heimabyggð; öllum sjúklingum með sýkingar sem þurfa innlögn; öllum fæðingum; öllum heimsóknum mæðra í aðdraganda fæðingar; sængurlegu mæðra sem geta ekki nýtt sér heimaþjónustu ljósmæðra. Er ofantalin þjónusta byggð á tækni og fagþekkingu sem héraðssjúkrahúsin á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði hafa ekki yfir að ráða? Er líklegt að þessi þjónusta verði ódýrari á Landspítalanum en á héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi? Í sumar sem leið fengu landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur verkfræðing til að gera úttekt á skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan heilbrigðisráðuneytisins sl. vetur. Samkvæmt úttekt Guðrúnar Bryndísar kom m.a. í ljós að sambærileg þjónusta var allt að tíu sinnum dýrari á Landspítalanum en á smærri sjúkrahúsunum. Ráðuneytinu var send úttektarskýrslan og jafnframt lýst yfir vilja til að ræða efni hennar við sérfræðinga ráðuneytisins. Engin svör bárust frá ráðuneytinu. Kann ráðherrann einhverjar skýringar á því? Hver er skýring ráðherrans á því að framlög til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands lækka um 3% á sama tíma og þau lækka um 16-25% til heilbrigðisstofnana í Suðurkjördæmi? Bent skal á í þessu sambandi að framlög til HVE, skv. fjárlagatillögum, nema um 2.700 milljónum króna en til HSU um 1.700 milljónum þrátt fyrir að íbúar á svæði HVE séu um fjórðungi færri en á starfssvæði HSU. Einnig að töluvert styttra er til Reykjavíkur frá Akranesi en frá Selfossi og ekki um fjallveg að fara. Hefur verið reiknað út hvað aukið álag hjá einkastofum í Reykjavík, sem leiðir af þessum breytingum, kostar heilbrigðiskerfið? Nú eru horfur á að Sjúkratryggingar Íslands sem fjármagna starfsemi einkastofanna muni fara um 1500 milljónir fram úr heimildum fjárlaga á þessu ári og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir svaraði því aðspurð að ekki hefði tekist að fá lækna til að fara að fyrirmælum fjárlaga vegna samninga sem þeir hafa við Sjúkratryggingar. Telur heilbrigðisráðherrann líklegt að árangur við sparnað í rekstri heilbrigðiskerfisins náist með því að auka viðskipti ríkisins við einkastofur lækna? Að lokum. Er hugsanlegt að þessar breytingar séu fyrirhugðar til að réttlæta byggingu hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni? Væri ekki rétt áður en lengra er haldið að kanna rækilega hvort þau áform eru skynsamleg og réttlætanleg nú þegar ríkissjóður glímir við mikinn hallarekstur. Væri ekki nær að nýta þá fjárfestingu betur sem til staðar er á héraðssjúkrahúsunum áður en lagt er út í rándýrar framkvæmdir? Með von um greinargóð svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Fyrirhugaður niðurskurður á grunnþjónustu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni vekur upp áleitnar spurningar. Ljóst er að tillögurnar fela í sér kerfisbreytingu þar sem þungi niðurskurðarins lendir á stofnunum sem nú standa fyrir u.þ.b. 10% af útgjöldum til heilbrigðismála. Heildarniðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu nemur um 4,7 milljörðum króna, þar af 3 milljörðum á héraðssjúkrahúsunum. Af þessu leiðir að verkefni verða færð frá héraðssjúkrahúsunum til Landspítala - Háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og reyndar að öllum líkindum til einkalæknastofa í Reykjavík. Með þessum niðurskurði er því verið að ráðast í stórfellda kerfisbreytingu á fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar í landinu sem ekki hefur farið nein skipulögð umræða um. Hvers vegna ráðfærðu starfsmenn ráðuneytisins sig ekki við forsvarsmenn héraðssjúkrahúsanna áður en tillögurnar komu fram. Þeir fengu fyrst að heyra af þeim degi áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram? Telur ráðherrann þetta skynsamleg vinnubrögð? Hefur verið reiknað út hvaða kostnaðaraukning verður á LSH og FSA bæði hvað varðar rekstur og stofnkostnað sem leggja verður út í til að geta tekið við auknum verkefnum? Hefur verið reiknaður út kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna flutnings sjúklinga frá dreifðari byggðum til Reykjavíkur og Akureyrar? Hefur kostnaður sem leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra vegna vinnutaps, ferða og dvalar í Reykjavík og á Akureyri verið metinn? Látið hefur verið í veðri vaka, bæði af læknum á Landspítalanum og stjórnmálamönnum sem tekið hafa undir með þeim, að ástæðulaust sé að reka litla landspítala úti um allt land þar sem héraðssjúkrahúsin hafi ekki yfir nægilegri fagþekkingu að ráða og öryggi sjúklinga þeirra þar með ógnað. Er ráðherrann sammála þessum sjónarmiðum og að þess vegna sé rétt að færa verkefni frá héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi til Landspítalans? Er ekki ábyrgðarhluti að grafa undan trausti á héraðssjúkrahúsunum með þessum hætti og vekja upp tortryggni gagnvart þjónustunni sem þau veita? Með tillögunum mun Landspítalinn verða umdæmissjúkrahús Sunnlendinga og taka við og sinna: Öllum sjúklingum sem liggja banaleguna; krabbameinssjúklingum; öllum almennum lyflæknissjúklingum; aðgerðarsjúklingum frá LSH sem verða alla leguna á LSH í stað þess að liggja eftir aðgerð í heimabyggð; öllum sjúklingum með sýkingar sem þurfa innlögn; öllum fæðingum; öllum heimsóknum mæðra í aðdraganda fæðingar; sængurlegu mæðra sem geta ekki nýtt sér heimaþjónustu ljósmæðra. Er ofantalin þjónusta byggð á tækni og fagþekkingu sem héraðssjúkrahúsin á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði hafa ekki yfir að ráða? Er líklegt að þessi þjónusta verði ódýrari á Landspítalanum en á héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi? Í sumar sem leið fengu landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur verkfræðing til að gera úttekt á skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan heilbrigðisráðuneytisins sl. vetur. Samkvæmt úttekt Guðrúnar Bryndísar kom m.a. í ljós að sambærileg þjónusta var allt að tíu sinnum dýrari á Landspítalanum en á smærri sjúkrahúsunum. Ráðuneytinu var send úttektarskýrslan og jafnframt lýst yfir vilja til að ræða efni hennar við sérfræðinga ráðuneytisins. Engin svör bárust frá ráðuneytinu. Kann ráðherrann einhverjar skýringar á því? Hver er skýring ráðherrans á því að framlög til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands lækka um 3% á sama tíma og þau lækka um 16-25% til heilbrigðisstofnana í Suðurkjördæmi? Bent skal á í þessu sambandi að framlög til HVE, skv. fjárlagatillögum, nema um 2.700 milljónum króna en til HSU um 1.700 milljónum þrátt fyrir að íbúar á svæði HVE séu um fjórðungi færri en á starfssvæði HSU. Einnig að töluvert styttra er til Reykjavíkur frá Akranesi en frá Selfossi og ekki um fjallveg að fara. Hefur verið reiknað út hvað aukið álag hjá einkastofum í Reykjavík, sem leiðir af þessum breytingum, kostar heilbrigðiskerfið? Nú eru horfur á að Sjúkratryggingar Íslands sem fjármagna starfsemi einkastofanna muni fara um 1500 milljónir fram úr heimildum fjárlaga á þessu ári og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir svaraði því aðspurð að ekki hefði tekist að fá lækna til að fara að fyrirmælum fjárlaga vegna samninga sem þeir hafa við Sjúkratryggingar. Telur heilbrigðisráðherrann líklegt að árangur við sparnað í rekstri heilbrigðiskerfisins náist með því að auka viðskipti ríkisins við einkastofur lækna? Að lokum. Er hugsanlegt að þessar breytingar séu fyrirhugðar til að réttlæta byggingu hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni? Væri ekki rétt áður en lengra er haldið að kanna rækilega hvort þau áform eru skynsamleg og réttlætanleg nú þegar ríkissjóður glímir við mikinn hallarekstur. Væri ekki nær að nýta þá fjárfestingu betur sem til staðar er á héraðssjúkrahúsunum áður en lagt er út í rándýrar framkvæmdir? Með von um greinargóð svör.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun