Fjöldasamstaða kvenna 19. júní 2010 06:00 Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. okóber í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skottur voru kvendraugar sem gjarnan gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður. Að Skottunum standa 15 kvennasamtök, bæði þau stærstu, elstu, róttækustu og nýjustu. Þau eru Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindasamband Íslands, Samtök um kvennaathvarf, Feministafélag Íslands, Stígamót, Zontasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Bríet félag ungra feminista, Unifem, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Landsamband Soroptimista, Sólstafir á Vestfjörðum, Aflið frá Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og V- dagssamtökin. Auk þess eru Kvennasögusafnið, Rannsóknarstofa í kvenna og kynjafræðum og Jafnréttisstofa í nánu samstarfi við Skotturnar. Innan samtakanna eru yfir 10 þúsund konur og algjör einhugur ríkir um áherslurnar í ár. Verndari Kvennafrídagsins 2010 er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Samstaða íslenskra kvenna þann 24. okt. 1975 vakti heimsathygli. Það sama má segja um 24. okt. árið 1985 og síðast árið 2005. Hvergi annars staðar virðast konur hafa náð annarri eins samstöðu um kjör sín og stöðu. Þessir dagar voru hver með sínu sniði og litu margar konur svo á að þær færu í verkfall en aðrar tóku sér frí. Árin 1975 og 1985 lögðu konur niður störf þennan dag. Árið 1985 var haldin umfangsmikil sýning á störfum undir yfirskriftinni „Kvennasmiðjan" og 24. október árið 2005 ákváðu konur að vinna fyrir sanngjörnum launum og gátu því gengið út af vinnustöðunum sínum kl. kl.14.08. Um 50.000 konur og margir karlar fylltu götur miðbæjarins þann dag. Þetta ætlum við að endurtaka í ár, en jafnframt ætla konur að helga daginn baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Boðið verður til alþjóðlegar ráðstefnu þann 24. október og fjöldaaðgerða þann 25. október undir yfirskrifinni: „ Konur gegn kynbundnu ofbeldi".OfbeldiEnn er ofbeldi karla gegn konum ljótasti bletturinn á jafnréttisríkinu Íslandi. Fulltrúar allra kvennasamtakana hafa einróma samþykkt að sameinast í kröfunni um að Ísland standi undir nafni sem réttarríki - líka fyrir konur og börn sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Minnt skal á að á tíu ára tímabili (1997-2006) féllu í héraðsdómum að meðaltali innan við 5 nauðgunardómar á ári og í Hæstarétti innan við 3 nauðgunardómar á ári. Á sama tíma fengust Stígamót og Neyðarmóttaka vegna nauðgana við 200-300 nauðganir hvert ár og vitað er að fjöldi kvenna sótti ekki hjálp. Skotturnar leggja áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um ofbeldi. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann hefur hrundið af stað verkefninu „Öðlingurinn" þar sem hún selur bókina sína „Á mannamáli" til styrktar verkefninu. Hægt er að kaupa bókina á síðunni www.odlingurinn.is . Alþjóðleg ráðstefnaAlþjóðlega ráðstefnu á að halda 24. október um ofbeldi gegn konum. Heiðursgestur verður Rashida Mansjoo, umboðskona Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Auk hennar hefur fjölmörgum virtum baráttu- og fræðikonum verið boðið. Dómsmálaráðherra Noregs Knut Storberget hefur einnig þegið boð um að koma á alþjóðlegu ráðstefnuna. Hann er í hópi 10 karlleiðtoga í heiminum sem Ban Ki-moon stofnaði til og skuldbinda sig til að setja ofbeldi gegn konum í forgang. Konur um allt land leggja niður störf kl. 14.25, þann 25. okt. Árið 2005 voru konur með 63.5% af heildartekjum karla. Miðað við það höfðu þær lagt fram réttlátt vinnuframlag kl. 14.08 það ár. Nýjustu tölur sýna að konur hafa 65.65% af tekjum karla og geta því með góðri samvisku lagt niður störf kl. 14.25 þann 25. október næst komandi og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Okkur miðar í rétta átt, en á síðustu fimm árum hefur bilið minnkað um aðeins 2.15%. Ef ekki verður frekar að gert þurfum við að bíða í 46 ár eftir því að heildartekjur karla og kvenna verði þær sömu. Konur hafa ekki hugsað sér að setjast með hendur í skauti og bíða, heldur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að leiðrétta kjör sín. Jafnframt munu þær sameinast í kröfunni um afnám ofbeldis. Mikill baráttuhugur er í konum og undirbúningshópar eru að störfum. Má nefna öflugan hóp listakvenna sem hafa ótal hugmyndir um aðgerðir. Þær sem hafa áhuga á að koma að deginum með uppákomum eða sjálfboðavinnu eru beðnar að hafa samband við kvennafri@gmail.com og heimasíða samtakanna er www.kvennafri.is Verkefnið verður kynnt opinberlega í Ráðhúsinu á 95 ára afmæli kosningaréttar kvenna, þann 19. júní kl. 16 - 18. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. okóber í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skottur voru kvendraugar sem gjarnan gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður. Að Skottunum standa 15 kvennasamtök, bæði þau stærstu, elstu, róttækustu og nýjustu. Þau eru Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindasamband Íslands, Samtök um kvennaathvarf, Feministafélag Íslands, Stígamót, Zontasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Bríet félag ungra feminista, Unifem, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Landsamband Soroptimista, Sólstafir á Vestfjörðum, Aflið frá Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og V- dagssamtökin. Auk þess eru Kvennasögusafnið, Rannsóknarstofa í kvenna og kynjafræðum og Jafnréttisstofa í nánu samstarfi við Skotturnar. Innan samtakanna eru yfir 10 þúsund konur og algjör einhugur ríkir um áherslurnar í ár. Verndari Kvennafrídagsins 2010 er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Samstaða íslenskra kvenna þann 24. okt. 1975 vakti heimsathygli. Það sama má segja um 24. okt. árið 1985 og síðast árið 2005. Hvergi annars staðar virðast konur hafa náð annarri eins samstöðu um kjör sín og stöðu. Þessir dagar voru hver með sínu sniði og litu margar konur svo á að þær færu í verkfall en aðrar tóku sér frí. Árin 1975 og 1985 lögðu konur niður störf þennan dag. Árið 1985 var haldin umfangsmikil sýning á störfum undir yfirskriftinni „Kvennasmiðjan" og 24. október árið 2005 ákváðu konur að vinna fyrir sanngjörnum launum og gátu því gengið út af vinnustöðunum sínum kl. kl.14.08. Um 50.000 konur og margir karlar fylltu götur miðbæjarins þann dag. Þetta ætlum við að endurtaka í ár, en jafnframt ætla konur að helga daginn baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Boðið verður til alþjóðlegar ráðstefnu þann 24. október og fjöldaaðgerða þann 25. október undir yfirskrifinni: „ Konur gegn kynbundnu ofbeldi".OfbeldiEnn er ofbeldi karla gegn konum ljótasti bletturinn á jafnréttisríkinu Íslandi. Fulltrúar allra kvennasamtakana hafa einróma samþykkt að sameinast í kröfunni um að Ísland standi undir nafni sem réttarríki - líka fyrir konur og börn sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Minnt skal á að á tíu ára tímabili (1997-2006) féllu í héraðsdómum að meðaltali innan við 5 nauðgunardómar á ári og í Hæstarétti innan við 3 nauðgunardómar á ári. Á sama tíma fengust Stígamót og Neyðarmóttaka vegna nauðgana við 200-300 nauðganir hvert ár og vitað er að fjöldi kvenna sótti ekki hjálp. Skotturnar leggja áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um ofbeldi. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann hefur hrundið af stað verkefninu „Öðlingurinn" þar sem hún selur bókina sína „Á mannamáli" til styrktar verkefninu. Hægt er að kaupa bókina á síðunni www.odlingurinn.is . Alþjóðleg ráðstefnaAlþjóðlega ráðstefnu á að halda 24. október um ofbeldi gegn konum. Heiðursgestur verður Rashida Mansjoo, umboðskona Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Auk hennar hefur fjölmörgum virtum baráttu- og fræðikonum verið boðið. Dómsmálaráðherra Noregs Knut Storberget hefur einnig þegið boð um að koma á alþjóðlegu ráðstefnuna. Hann er í hópi 10 karlleiðtoga í heiminum sem Ban Ki-moon stofnaði til og skuldbinda sig til að setja ofbeldi gegn konum í forgang. Konur um allt land leggja niður störf kl. 14.25, þann 25. okt. Árið 2005 voru konur með 63.5% af heildartekjum karla. Miðað við það höfðu þær lagt fram réttlátt vinnuframlag kl. 14.08 það ár. Nýjustu tölur sýna að konur hafa 65.65% af tekjum karla og geta því með góðri samvisku lagt niður störf kl. 14.25 þann 25. október næst komandi og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Okkur miðar í rétta átt, en á síðustu fimm árum hefur bilið minnkað um aðeins 2.15%. Ef ekki verður frekar að gert þurfum við að bíða í 46 ár eftir því að heildartekjur karla og kvenna verði þær sömu. Konur hafa ekki hugsað sér að setjast með hendur í skauti og bíða, heldur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að leiðrétta kjör sín. Jafnframt munu þær sameinast í kröfunni um afnám ofbeldis. Mikill baráttuhugur er í konum og undirbúningshópar eru að störfum. Má nefna öflugan hóp listakvenna sem hafa ótal hugmyndir um aðgerðir. Þær sem hafa áhuga á að koma að deginum með uppákomum eða sjálfboðavinnu eru beðnar að hafa samband við kvennafri@gmail.com og heimasíða samtakanna er www.kvennafri.is Verkefnið verður kynnt opinberlega í Ráðhúsinu á 95 ára afmæli kosningaréttar kvenna, þann 19. júní kl. 16 - 18.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun