Sýning hjá Arsenal-liðinu og létt hjá Real gegn AC Milan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2010 20:34 Cesc Fabregas fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn