Blikakonur töpuðu 0-3 í fyrri leiknum á móti Juvisy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 17:43 Fanndís Friðriksdóttir í leiknum í dag. Mynd/Pjetur Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir) Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira
Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir)
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira