Formaður má ekki segja frá 15. júní 2010 06:00 Jón Gunnarsson Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. „Ég hélt því til haga þegar formenn flokkanna sammæltust um að opna bókhaldið að þetta yrði aldrei nema ófullkomin tilraun til að gera hluti eftir á, og það hefur auðvitað sýnt sig," segir Bjarni: „Eftir sitja nokkrir styrkir og í mínu tilfelli þessi eini." Spurður um aðra þingmenn sem ekki gefa upp styrki sína, segir hann: „Ég hef margoft sagt að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir taki saman þessar upplýsingar og geri opinberar eftir því sem hægt er." Minnst fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu að vera, en eru ekki, á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjör flokksins 2006. Stofnunin mæltist til þess að þessum upplýsingum yrði skilað fyrir síðustu áramót en það var ekki lagaleg skylda. Jón Gunnarsson er einn þessara. Hann segir að honum hafi ekki fundist taka því að skila yfirlýsingu um lág framlög til sín. Hæstu styrkirnir hans hafi numið 150.000 krónum og hann hafi þegið fjóra slíka. Alls 875.000 krónur frá átta fyrirtækjum. Heildarkostnaður í prófkjörinu hafi numið um fjórum milljónum, mest greitt úr eigin vasa. Ólöf Nordal skilaði heldur engu. Hún segir að kostnaðurinn hafi verið um tvær milljónir og mest úr eigin vasa. Enginn styrkur hafi verið yfir 300.000 krónum: „Ég tók þá afstöðu að þiggja enga slíka styrki," segir hún. Þá skilaði Pétur H. Blöndal ekki upplýsingum um prófkjörið 2006. Hann segist hafa skilað öllu sem honum bar að skila, en sem fyrr segir var um tilmæli að ræða frekar en skyldu. „Ég fékk einn styrk 2006 frá manni sem vildi endilega veita mér hann. Það voru 700.000 krónur. Þessi prófkjör hafa kostað mig um átta milljónir og það hefur að öðru leyti verið greitt úr eigin vasa," segir Pétur. Spurður hver hafi styrkt hann, segist Pétur þurfa að fá leyfi til að gefa það upp. Tveir þingmannanna, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, upplýstu um bókhald sitt eftir að frestur Ríkisendurskoðunar rann út, í Fréttablaðinu og á Vísi. Árni sagði þá sinn kostnað undir 300.000 krónum og Ragnheiður að stærsti styrkur til hennar hefði verið hálf milljón frá Baugi. Meðal þingmanna sjálfstæðisflokks, sem ekki hafa greint frá öllum stykjum sínum, eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson og Sigurður Kári Kristjánsson. Sigurður hefur þó sagt að á bak við sína óútskýrðu styrki standi „fjölskyldumeðlimir og fólk sem tengist mér vinaböndum". klemens@frettabladid.is Ólöf Nordal Pétur Blöndal bjarni benediktsson Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. „Ég hélt því til haga þegar formenn flokkanna sammæltust um að opna bókhaldið að þetta yrði aldrei nema ófullkomin tilraun til að gera hluti eftir á, og það hefur auðvitað sýnt sig," segir Bjarni: „Eftir sitja nokkrir styrkir og í mínu tilfelli þessi eini." Spurður um aðra þingmenn sem ekki gefa upp styrki sína, segir hann: „Ég hef margoft sagt að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir taki saman þessar upplýsingar og geri opinberar eftir því sem hægt er." Minnst fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu að vera, en eru ekki, á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjör flokksins 2006. Stofnunin mæltist til þess að þessum upplýsingum yrði skilað fyrir síðustu áramót en það var ekki lagaleg skylda. Jón Gunnarsson er einn þessara. Hann segir að honum hafi ekki fundist taka því að skila yfirlýsingu um lág framlög til sín. Hæstu styrkirnir hans hafi numið 150.000 krónum og hann hafi þegið fjóra slíka. Alls 875.000 krónur frá átta fyrirtækjum. Heildarkostnaður í prófkjörinu hafi numið um fjórum milljónum, mest greitt úr eigin vasa. Ólöf Nordal skilaði heldur engu. Hún segir að kostnaðurinn hafi verið um tvær milljónir og mest úr eigin vasa. Enginn styrkur hafi verið yfir 300.000 krónum: „Ég tók þá afstöðu að þiggja enga slíka styrki," segir hún. Þá skilaði Pétur H. Blöndal ekki upplýsingum um prófkjörið 2006. Hann segist hafa skilað öllu sem honum bar að skila, en sem fyrr segir var um tilmæli að ræða frekar en skyldu. „Ég fékk einn styrk 2006 frá manni sem vildi endilega veita mér hann. Það voru 700.000 krónur. Þessi prófkjör hafa kostað mig um átta milljónir og það hefur að öðru leyti verið greitt úr eigin vasa," segir Pétur. Spurður hver hafi styrkt hann, segist Pétur þurfa að fá leyfi til að gefa það upp. Tveir þingmannanna, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, upplýstu um bókhald sitt eftir að frestur Ríkisendurskoðunar rann út, í Fréttablaðinu og á Vísi. Árni sagði þá sinn kostnað undir 300.000 krónum og Ragnheiður að stærsti styrkur til hennar hefði verið hálf milljón frá Baugi. Meðal þingmanna sjálfstæðisflokks, sem ekki hafa greint frá öllum stykjum sínum, eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson og Sigurður Kári Kristjánsson. Sigurður hefur þó sagt að á bak við sína óútskýrðu styrki standi „fjölskyldumeðlimir og fólk sem tengist mér vinaböndum". klemens@frettabladid.is Ólöf Nordal Pétur Blöndal bjarni benediktsson
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira