Kristján L. Möller: Bætum loftið með vistvænum samgöngum 5. maí 2010 06:15 Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands er lögð áhersla á umhverfismál og við þurfum að skipa málum þannig að til dæmis iðnaður og flugstarfsemi standist kröfur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þetta á einnig við um sjávarútveg og aðrar samgöngugreinar. Í dag geta þeir starfsmenn samgönguráðuneytisins sem þess óska skrifað undir samgöngusamning við ráðuneytið. Tilgangurinn er að greiða fyrir því að starfsmenn nýti sér vistvænar samgöngur, gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur til að sækja vinnu. Þeir sem skuldbinda sig til þess afsala sér rétti til að fá greiddan bílastæðakostnað en fá þess í stað árlegan styrk vegna kostnaðar við árskort í strætó eða vegna hjólreiða eða göngu. Með þessu móti sýnum við í verki vilja til framlags til að ná árangri í baráttunni fyrir betra loftslagi. Þá vil ég nefna tilraunaverkefnið með repju sem orkugjafa hér á landi. Siglingastofnun hefur með rannsóknum sýnt fram á að unnt er að rækta hérlendis repju og framleiða úr henni olíu sem nota má á skipsvélar. Er talið að fá megi orkugjafa fyrir allt að 10% af eldsneyti skipaflotans. Okkur vantar aðeins herslumuninn til að unnt sé að hrinda þessu af stað. Mun ég fela starfshópi að útfæra hugmyndir um verkefnið og fjármögnun þess. Hér að framan hef ég nefnt örfá atriði sem unnt er að hrinda í framkvæmd í þágu þess að bæta umhverfi okkar. Við þurfum að tileinka okkur þann hugsunarhátt sem margir hafa bent á að framlag okkar hvers og eins skiptir máli. Við eigum að hugsa hnattrænt og um leið að hegða okkur í samræmi við það og leggja fram okkar skerf hvar sem við erum. Aðeins þannig næst árangur. Aðgerðir okkar hafa áhrif - við getum byrjað núna. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands er lögð áhersla á umhverfismál og við þurfum að skipa málum þannig að til dæmis iðnaður og flugstarfsemi standist kröfur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þetta á einnig við um sjávarútveg og aðrar samgöngugreinar. Í dag geta þeir starfsmenn samgönguráðuneytisins sem þess óska skrifað undir samgöngusamning við ráðuneytið. Tilgangurinn er að greiða fyrir því að starfsmenn nýti sér vistvænar samgöngur, gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur til að sækja vinnu. Þeir sem skuldbinda sig til þess afsala sér rétti til að fá greiddan bílastæðakostnað en fá þess í stað árlegan styrk vegna kostnaðar við árskort í strætó eða vegna hjólreiða eða göngu. Með þessu móti sýnum við í verki vilja til framlags til að ná árangri í baráttunni fyrir betra loftslagi. Þá vil ég nefna tilraunaverkefnið með repju sem orkugjafa hér á landi. Siglingastofnun hefur með rannsóknum sýnt fram á að unnt er að rækta hérlendis repju og framleiða úr henni olíu sem nota má á skipsvélar. Er talið að fá megi orkugjafa fyrir allt að 10% af eldsneyti skipaflotans. Okkur vantar aðeins herslumuninn til að unnt sé að hrinda þessu af stað. Mun ég fela starfshópi að útfæra hugmyndir um verkefnið og fjármögnun þess. Hér að framan hef ég nefnt örfá atriði sem unnt er að hrinda í framkvæmd í þágu þess að bæta umhverfi okkar. Við þurfum að tileinka okkur þann hugsunarhátt sem margir hafa bent á að framlag okkar hvers og eins skiptir máli. Við eigum að hugsa hnattrænt og um leið að hegða okkur í samræmi við það og leggja fram okkar skerf hvar sem við erum. Aðeins þannig næst árangur. Aðgerðir okkar hafa áhrif - við getum byrjað núna. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun