Ögmundur Jónasson: Kallað eftir rökum Ögmundur Jónasson skrifar 7. apríl 2010 06:00 Hluti af stofnanaveldinu íslenska - sá hinn sami og vildi ljúka Icesave-samningunum sem fyrst í sumar - leggur sig nú í líma við að sýna fram á að frestun samninganna hafi valdið okkur ómældu tjóni. Reyndar ekki alveg ómældu - í eiginlegri merkingu - því sumir hafa reiknað meint tjón af nokkurri nákvæmni. Hér eru á ferðinni auk Fréttablaðsins, fræðimenn, núverandi og fyrrverandi við Háskóla Íslands, hagdeild ASÍ, nokkrir starfsmenn Seðlabankans og stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi. Þessir aðilar eiga það flestir sammerkt að vitna óspart hver í annan og gera þannig fullyrðingu eins að eigin rökstuðningi, án þess þó að fullyrðingin hafi verið annað en getgátur einar. 900 milljarðar!Þó eru á þessu undantekningar. Tölfræðingur nokkur gaf sér þannig að hagvöxtur á síðasta ári hefði orðið þremur prósentustigum meiri en raunin varð, ef gengið hefði verið frá Icesave án nokkurra tafa. Þetta út af fyrir sig er sérkennilegur líkindareikningur því þetta hefði þýtt að Ísland hefði búið við meiri hagvöxt en flest grannríki okkar, sem varla getur talist líklegt í kjölfar efnahagshrunsins. Hvað um það. Fræðingurinn reiknaði þennan hagvaxtarávinning inn í ókominn tíma og núvirti síðan með þeirri niðurstöðu að Ísland væri að tapa 75 milljörðum á mánuði á Icesave-töfinni, alls 900 milljörðum á heilu ári. Ég verð að játa að þessar reikningsaðferðir eru ofar mínum skilningi. Með því að gefa sér sambærilegar forsendur mætti finna út að einstaklingur sem yrði af 10 þúsund króna mánaðarlegum greiðslum í eitt ár (og sá tekjustraumur yrði reiknaður inn í ókominn tíma og núvirtur með sama hætti) myndi tapa 200 þúsund krónum á mánuði! ASÍ sér bara stóriðjuSíðan eru það útreikningar Alþýðusambands Íslands sem fann það út að Icesave-töfin kostaði 50 milljarða á ári. Að sögn Fréttablaðsins reiknaði hagdeild sambandsins þetta út fyrir blaðið. Í umfjöllun þess kemur fram að forsendurnar eru fyrst og fremst bundnar stóriðju, frestun á álveri í Helguvík og endurnýjun í Straumsvík. Ég tel að hér skorti tvennt. Í fyrsta lagi að skýra betur hvernig töf á Icesave valdi því að ekki er hægt að endurnýja búnað í Straumsvík. Sama gildir um Helguvík, þar er það óvissa um orkuöflun sem öðru fremur veldur töfum. Í öðru lagi þyrfti að fá útlistanir Alþýðusambandsins á áhrifum þessara stóriðjuframkvæmda eftir að uppbyggingu lýkur. Slíkum langtímaáhrifum erum við nú að kynnast eftir framkvæmdirnar við Kárahnjúka og á Reyðarfirði, sem höfðu í för með sér innflutning á vinnuafli og víðtæk ruðningsáhrif en ekki þá varanlegu atvinnusköpun sem vænst var - af margra hálfu. ASÍ, samkvæmt frásögn Fréttablaðsins, tengir Icesave-töfina fyrst og fremst áhrifum á stóriðju og í tengslum við hana atvinnustiginu, og reiknar kostnaðinn í því samhengi. Þarna er einnig vísað í óskilgreinda óvissu sem valdið hafi „erfiðleikum í fjármögnun, og nægir þar að vísa til orða seðlabankastjóra um áhrif á höft og gengið" (Fréttablaðið 29. mars). Hvergi hef ég séð seðlabankastjóra færa rök fyrir þessum staðhæfingum sínum! Er ekki staðreyndin sú að íslensk orkufyrirtæki eru yfirskuldsett og þurfa að gefa sér tíma til að borga niður skuldir og þannig endurnýja traust fjárfesta? Er þetta ekki vandinn fremur en töf á Icesave? Þegar staðhæfing verður að sannleikaÍ framhaldinu tekur ritstjóri Fréttablaðsins upp þráðinn og vísar í málflutning ASÍ og fleiri. Yfirlýsingar þessara aðila verða að sannleika í leiðaraskrifum Ólafs Þ. Stephensen ritstjóra. Margir þessara álitsgjafa sem hann og aðrir vísa í, halda því staðfastlega fram að Icesave-töfin hafi dregið úr trúverðugleika okkar á erlendum lánamörkuðum. Þetta held ég að hljóti að vera rangt. Skal ég þó játa að það byggi ég á líkindum. Og líkindin eru þessi: Ríki getur varla orðið trúverðugra með því að skuldsetja sig yfir þau mörk sem meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst vafasöm! Það sem er hins vegar handfast við töfina á frágangi Icesave er að skuldbindingar ríkissjóðs koma til með að verða miklu minni en á horfðist. Bretar og Hollendingar vilja enn að íslenskir skattgreiðendur borgi og það með vöxtum en nú samkvæmt því sem þeir kalla „cost of funding", þ.e. fyrir útlagðan kostnað þeirra sjálfra. Þetta þýðir að ekki á lengur beinlínis að græða á Íslendingum! Dregur þessi breyting úr trúverðugleika Íslands? Hvað skyldi háskólaprófessorum, hagdeild ASÍ, stjórnmálamönnum, núverandi og fyrrverandi og ritstjóra Fréttablaðsins þykja um það? Fróðlegt væri að heyra viðhorfin og þá ekki síður heyra rökin. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hluti af stofnanaveldinu íslenska - sá hinn sami og vildi ljúka Icesave-samningunum sem fyrst í sumar - leggur sig nú í líma við að sýna fram á að frestun samninganna hafi valdið okkur ómældu tjóni. Reyndar ekki alveg ómældu - í eiginlegri merkingu - því sumir hafa reiknað meint tjón af nokkurri nákvæmni. Hér eru á ferðinni auk Fréttablaðsins, fræðimenn, núverandi og fyrrverandi við Háskóla Íslands, hagdeild ASÍ, nokkrir starfsmenn Seðlabankans og stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi. Þessir aðilar eiga það flestir sammerkt að vitna óspart hver í annan og gera þannig fullyrðingu eins að eigin rökstuðningi, án þess þó að fullyrðingin hafi verið annað en getgátur einar. 900 milljarðar!Þó eru á þessu undantekningar. Tölfræðingur nokkur gaf sér þannig að hagvöxtur á síðasta ári hefði orðið þremur prósentustigum meiri en raunin varð, ef gengið hefði verið frá Icesave án nokkurra tafa. Þetta út af fyrir sig er sérkennilegur líkindareikningur því þetta hefði þýtt að Ísland hefði búið við meiri hagvöxt en flest grannríki okkar, sem varla getur talist líklegt í kjölfar efnahagshrunsins. Hvað um það. Fræðingurinn reiknaði þennan hagvaxtarávinning inn í ókominn tíma og núvirti síðan með þeirri niðurstöðu að Ísland væri að tapa 75 milljörðum á mánuði á Icesave-töfinni, alls 900 milljörðum á heilu ári. Ég verð að játa að þessar reikningsaðferðir eru ofar mínum skilningi. Með því að gefa sér sambærilegar forsendur mætti finna út að einstaklingur sem yrði af 10 þúsund króna mánaðarlegum greiðslum í eitt ár (og sá tekjustraumur yrði reiknaður inn í ókominn tíma og núvirtur með sama hætti) myndi tapa 200 þúsund krónum á mánuði! ASÍ sér bara stóriðjuSíðan eru það útreikningar Alþýðusambands Íslands sem fann það út að Icesave-töfin kostaði 50 milljarða á ári. Að sögn Fréttablaðsins reiknaði hagdeild sambandsins þetta út fyrir blaðið. Í umfjöllun þess kemur fram að forsendurnar eru fyrst og fremst bundnar stóriðju, frestun á álveri í Helguvík og endurnýjun í Straumsvík. Ég tel að hér skorti tvennt. Í fyrsta lagi að skýra betur hvernig töf á Icesave valdi því að ekki er hægt að endurnýja búnað í Straumsvík. Sama gildir um Helguvík, þar er það óvissa um orkuöflun sem öðru fremur veldur töfum. Í öðru lagi þyrfti að fá útlistanir Alþýðusambandsins á áhrifum þessara stóriðjuframkvæmda eftir að uppbyggingu lýkur. Slíkum langtímaáhrifum erum við nú að kynnast eftir framkvæmdirnar við Kárahnjúka og á Reyðarfirði, sem höfðu í för með sér innflutning á vinnuafli og víðtæk ruðningsáhrif en ekki þá varanlegu atvinnusköpun sem vænst var - af margra hálfu. ASÍ, samkvæmt frásögn Fréttablaðsins, tengir Icesave-töfina fyrst og fremst áhrifum á stóriðju og í tengslum við hana atvinnustiginu, og reiknar kostnaðinn í því samhengi. Þarna er einnig vísað í óskilgreinda óvissu sem valdið hafi „erfiðleikum í fjármögnun, og nægir þar að vísa til orða seðlabankastjóra um áhrif á höft og gengið" (Fréttablaðið 29. mars). Hvergi hef ég séð seðlabankastjóra færa rök fyrir þessum staðhæfingum sínum! Er ekki staðreyndin sú að íslensk orkufyrirtæki eru yfirskuldsett og þurfa að gefa sér tíma til að borga niður skuldir og þannig endurnýja traust fjárfesta? Er þetta ekki vandinn fremur en töf á Icesave? Þegar staðhæfing verður að sannleikaÍ framhaldinu tekur ritstjóri Fréttablaðsins upp þráðinn og vísar í málflutning ASÍ og fleiri. Yfirlýsingar þessara aðila verða að sannleika í leiðaraskrifum Ólafs Þ. Stephensen ritstjóra. Margir þessara álitsgjafa sem hann og aðrir vísa í, halda því staðfastlega fram að Icesave-töfin hafi dregið úr trúverðugleika okkar á erlendum lánamörkuðum. Þetta held ég að hljóti að vera rangt. Skal ég þó játa að það byggi ég á líkindum. Og líkindin eru þessi: Ríki getur varla orðið trúverðugra með því að skuldsetja sig yfir þau mörk sem meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst vafasöm! Það sem er hins vegar handfast við töfina á frágangi Icesave er að skuldbindingar ríkissjóðs koma til með að verða miklu minni en á horfðist. Bretar og Hollendingar vilja enn að íslenskir skattgreiðendur borgi og það með vöxtum en nú samkvæmt því sem þeir kalla „cost of funding", þ.e. fyrir útlagðan kostnað þeirra sjálfra. Þetta þýðir að ekki á lengur beinlínis að græða á Íslendingum! Dregur þessi breyting úr trúverðugleika Íslands? Hvað skyldi háskólaprófessorum, hagdeild ASÍ, stjórnmálamönnum, núverandi og fyrrverandi og ritstjóra Fréttablaðsins þykja um það? Fróðlegt væri að heyra viðhorfin og þá ekki síður heyra rökin. Höfundur er þingmaður.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar