Jón Ólafsson: Háskóli Íslands í vanda 18. maí 2010 09:17 Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rannsókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti.Deila Snjólfs Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu síðustu daga varpar hins vegar ljósi á hvers vegna það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að fleiri öflugir háskólar séu í landinu en Háskóli Íslands. Guðmundur Andri bendir á að í viðskiptadeild Háskóla Íslands hafi aðferðir íslensku fjármálafyrirtækjanna verið kynntar næsta gagnrýnislaust og nemendum gert að taka próf í þeim. Nemendur sem tóku þátt í námskeiðum þar sem heimsóknir fjármálaleiðtoganna voru hluti af námsefni hafa staðfest þetta. En í stað þess að reyna að verja sig eða jafnvel bara viðurkenna að menn hafi skort gagnrýni á þessum árum, kýs Snjólfur að ráðast á Guðmund Andra með ásökunum um að hann segi ósatt.Það má gefa sér eitt: Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands.En það er ekki hægt að vera "þjóðarskóli" og stórfyrirtæki á saman tíma. Í stað þess að stefna að enn meiri stækkun og útþenslu Háskóla Íslands ættu stjórnvöld að rækta fjölbreytnina með því að leggja kapp á að í landinu séu fleiri háskólastofnanir. Dæmið af því hvernig Snjólfur Ólafsson og félagar hans geta haldið sínu striki án þess að nokkur alvarleg gagnrýnisrödd heyrist frá þeirra eigin stofnun ætti að færa okkur sanninn um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rannsókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti.Deila Snjólfs Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu síðustu daga varpar hins vegar ljósi á hvers vegna það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að fleiri öflugir háskólar séu í landinu en Háskóli Íslands. Guðmundur Andri bendir á að í viðskiptadeild Háskóla Íslands hafi aðferðir íslensku fjármálafyrirtækjanna verið kynntar næsta gagnrýnislaust og nemendum gert að taka próf í þeim. Nemendur sem tóku þátt í námskeiðum þar sem heimsóknir fjármálaleiðtoganna voru hluti af námsefni hafa staðfest þetta. En í stað þess að reyna að verja sig eða jafnvel bara viðurkenna að menn hafi skort gagnrýni á þessum árum, kýs Snjólfur að ráðast á Guðmund Andra með ásökunum um að hann segi ósatt.Það má gefa sér eitt: Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands.En það er ekki hægt að vera "þjóðarskóli" og stórfyrirtæki á saman tíma. Í stað þess að stefna að enn meiri stækkun og útþenslu Háskóla Íslands ættu stjórnvöld að rækta fjölbreytnina með því að leggja kapp á að í landinu séu fleiri háskólastofnanir. Dæmið af því hvernig Snjólfur Ólafsson og félagar hans geta haldið sínu striki án þess að nokkur alvarleg gagnrýnisrödd heyrist frá þeirra eigin stofnun ætti að færa okkur sanninn um það.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun