Læra lexíu Svavar Gestsson skrifar 9. desember 2010 15:51 Það er heldur snautlegt ef lekinn úr Wikileaks verður bara frá allra síðustu mánuðum. Fróðlegt væri að sjá skrif bandarískra embættismanna frá kaldastríðsárunum. Athyglisvert er að virða fyrir sér viðbrögð Björns Bjarnasonar við þessum leka. Nú er allt lygi, bull og þvaður sem kemur frá bandarískum diplómötum á Íslandi. Það er annars makalaust að þessi skjöl skuli birtast og spennandi verður að sjá þegar það kemur fram hvernig þessi skjöl hafa komist í hendur þeirra sem hafa nú birt þau. Vonandi koma kaldastríðsskjölin fram svo þjóðin geti skoðað samskipti Sjálfstæðisflokksins og bandaríska sendiráðsins. Margt má segja um þessar frásagnir bandarískra embættismanna. Ekki fer hjá því að maður velti því fyrir sér hvort bandarískir sendimenn á Íslandi séu í lakari kantinum. Ég hef aldrei komið í bandaríska sendiráðið á Íslandi nema til að sækja vegabréfsáritun sem ég fékk ekki. Hef aldrei kynnst bandarískum sendiherrum á Íslandi og hef engar forsendur til að meta þetta fólk. Kynntist reyndar mörgum prýðilegum bandarískum sendimönnum þar sem ég þjónaði sem sendiherra fyrir Ísland erlendis. Það læðist að manni sá grunur að það hafi ekki verið verra að bandarískur sendiherra fékk ekki íslenskt heiðursmerki svo sem frægt var. En það er hins vegar beinlínis niðurlægjandi hvernig bandarískir diplómatar tala um Íslendinga almennt. Það minnir á nýlenduveldin forðum, minnir á sögur um eldvatn og glerperlur handa indíánum, frumbyggjum. Eftir þessa birtingar - sem ber að þakka fyrir og vonandi kemur meira - hljóta íslensk yfirvöld hins vegar að velta því fyrir sér hvort það sé óhætt að tala við bandaríska sendimenn. Um það þarf greinilega að setja nýjar reglur. Til dæmis að ræða aldrei einslega við þá og aldrei nema að viðstöddum riturum. Íslendingar þurfa að eiga góð samskipti við Bandaríkin; lekinn bendir hins vegar til þess að bandarískir sendimenn á Íslandi þurfi að læra lexíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er heldur snautlegt ef lekinn úr Wikileaks verður bara frá allra síðustu mánuðum. Fróðlegt væri að sjá skrif bandarískra embættismanna frá kaldastríðsárunum. Athyglisvert er að virða fyrir sér viðbrögð Björns Bjarnasonar við þessum leka. Nú er allt lygi, bull og þvaður sem kemur frá bandarískum diplómötum á Íslandi. Það er annars makalaust að þessi skjöl skuli birtast og spennandi verður að sjá þegar það kemur fram hvernig þessi skjöl hafa komist í hendur þeirra sem hafa nú birt þau. Vonandi koma kaldastríðsskjölin fram svo þjóðin geti skoðað samskipti Sjálfstæðisflokksins og bandaríska sendiráðsins. Margt má segja um þessar frásagnir bandarískra embættismanna. Ekki fer hjá því að maður velti því fyrir sér hvort bandarískir sendimenn á Íslandi séu í lakari kantinum. Ég hef aldrei komið í bandaríska sendiráðið á Íslandi nema til að sækja vegabréfsáritun sem ég fékk ekki. Hef aldrei kynnst bandarískum sendiherrum á Íslandi og hef engar forsendur til að meta þetta fólk. Kynntist reyndar mörgum prýðilegum bandarískum sendimönnum þar sem ég þjónaði sem sendiherra fyrir Ísland erlendis. Það læðist að manni sá grunur að það hafi ekki verið verra að bandarískur sendiherra fékk ekki íslenskt heiðursmerki svo sem frægt var. En það er hins vegar beinlínis niðurlægjandi hvernig bandarískir diplómatar tala um Íslendinga almennt. Það minnir á nýlenduveldin forðum, minnir á sögur um eldvatn og glerperlur handa indíánum, frumbyggjum. Eftir þessa birtingar - sem ber að þakka fyrir og vonandi kemur meira - hljóta íslensk yfirvöld hins vegar að velta því fyrir sér hvort það sé óhætt að tala við bandaríska sendimenn. Um það þarf greinilega að setja nýjar reglur. Til dæmis að ræða aldrei einslega við þá og aldrei nema að viðstöddum riturum. Íslendingar þurfa að eiga góð samskipti við Bandaríkin; lekinn bendir hins vegar til þess að bandarískir sendimenn á Íslandi þurfi að læra lexíu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun