Birna: Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:30 Birna Valgarðsdóttir. Mynd/Arnþór Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira