Leikið með leikskóla Eyrún Magnúsdóttir skrifar 18. febrúar 2011 14:56 Hugmyndir starfshóps á vegum menntaráðs borgarinnar um sameiningar leikskóla og grunnskóla eru óljósar og fáir vita í hverju þær felast. Foreldrar hafa heyrt orðróm, stjórnendur fengið bréf um að hugsanlega verði þeirra störf lögð niður og einhver konar samráð hefur víst verið haft í formi lokaðra funda sem litlum sögum fer af. Engar sameiningartillögur hafa verið birtar opinberlega. Engar tölur hafa birst um hve miklu sameiningar í skólakerfinu muni skila borginni. Engar skýringar hafa fengist á því hvaða mælikvarðar eru notaðir þegar metið er hvaða leikskóla og/eða skóla hentar að sameina og hverja ekki. Engar faglegar röksemdir hafa verið kynntar. Foreldrar sem nú rísa upp gegn hugmyndunum gera það ekki vegna almennrar andstöðu við allar breytingar, eins og formaður menntaráðs hefur gefið í skyn. Þeir gera það vegna þess að upplýsingar og röksemdir skortir. Hugtökum eins og „tækifæri til endurskipulagningar"og „samráðsferli" er kastað á loft án þess að ljóst sé hver tækifærin eru eða í hverju samráðið felst. Foreldrar ekki upplýstir fyrr en eftir á Þegar undirritaðri barst sá orðrómur að sameina ætti leikskóla sonarins öðrum leikskóla í næsta skólahverfi og leitaði upplýsinga hjá leikskólasviði um málið fékkst þetta svar í tölvupósti: „Foreldrar verða ekki upplýstir fyrr en frekari ákvarðanir liggja fyrir." Á hitafundi um skólamál í Ráðhúsinu í gærkvöld sem um 500 foreldrum reykvískra barna sóttu varð þetta viðhorf borgarinnar til aðkomu foreldra enn skýrara. Fyrst á að taka hinar „kjarkmiklu" ákvarðanir um niðurskurð og sameiningar og að því loknu verða þær rökstuddar og foreldrar upplýstir. Í millitíðinni eigum við að bíða, treysta borgaryfirvöldum og embættismönnum, en umfram allt: ekki vera hrædd við breytingar. Upplýsingar um niðurskurðinn og hinar meintu sameiningar eru þó svo mikið á reiki að bæði fræðslustjóri og fulltrúi meirihlutans í menntaráði hafa séð sig knúna til að leiðrétta „misskilning" fjölmiðla á málinu á síðustu dögum. Hvernig er hægt að misskilja upplýsingar sem ekki liggja fyrir? Hvers vegna liggja þessar upplýsingar ekki fyrir svo bæði foreldrar, fjölmiðlafólk og aðrir geti sett sig inn í málin? Ráðdeildarsömum stjórnendum fórnað Það er vandséð hvernig uppsagnir leikskólastjóra eiga að koma Reykjavíkurborg út úr fjárhagskröggum. Mun líklegra er að breytingarnar leiði til fækkunar starfsfólks með verðmæta reynslu af stjórnun leikskóla. Hættan á flótta úr stétt leikskólakennara í kjölfar uppsagna leikskólastjóra og sameininga er raunveruleg og ætti að vera áhyggjuefni borgarfulltrúa. Það er óskhyggja að telja að hægt sé að hrókera til leikskólastjórum með áratugareynslu án þess að kvarnist úr hópnum. Og Reykjavíkurborg má ekki við því að missa fagfólk út af leikskólunum, líkt og sviðsstjóri leikskólasviðs benti sjálf á á fundi með foreldrum. Á sama tíma og kjörnir fulltrúar borgarinnar létu um árabil viðgangast að gullkálfurinn Orkuveita Reykjavíkur steypti sér í botnlausar skuldir þá stýrðu leikskólastjórar sínum einingum af ráðdeild og gerðu það besta úr takmörkuðum fjármunum – og það ekki á neinum ofurlaunum. Benda má á að í greinargerð með fjárhagsáætlun borgarinnar kemur fram að síðustu ár hafa 98% leikskóla borgarinnar jafnan skilað rekstrinum af sér án þess að fara meira en 3% fram úr þeim fjárhagsramma sem þeim er settur. Ætli allar „rekstrareiningar" (svo gripið sé til stofnanamáls) borgarinnar geti stært sig af svona árangri? Borgarstjóri Reykjavíkur gerði hina skuldum vöfnu Orkuveitu raunar að umtalsefni á fundinum í Ráðhúsinu í gær þegar hann sagði niðurskurð óumflýjanlegan, m.a. vegna ábyrgðar á skuldum Orkuveiturinnar. Hins vegar fylgdu engar skýringar því hvernig tugmilljóna króna meintur sparnaður í skólum og leikskólum hjálpar til við að takast á við 240 milljarða króna skuldir OR. Tilraunahagræðing og börnin að veði Tveggja ára sonur minn hefur alltaf verið aðeins yfir kúrfu í þyngd og lengd, enda stór og hraustur strákur. Eftir fundinn í Ráðhúsinu í gærkvöld er mér orðið ljóst að hann er einnig nokkuð yfir kúrfu í kostnaði fyrir borgina, hann er óhagkvæmur í rekstri og stjórnendakostnaður við drenginn er of hár. Hann er í frekar fámennum leikskóla og þarf því nauðsynlega á hagræðingu að halda. Ef ég mótmæli þá er ég óttaslegin, svo notað sé orðfæri formanns menntaráðs sem verður tíðrætt um ótta foreldra við breytingar. Ef ég dreg í efa útreikninga borgarinnar um að óhagræði hljótist af syni mínum í sínum litla leikskóla þá stend ég í vegi fyrir „kjarkmiklum ákvörðunum." Kjarkurinn felst víst í því að þora að fella sem flest leik- og grunnskólabörn inn í fyrirfram ákveðna kúrfu sem hentar buddu borgarinnar þessa stundina, óháð afleiðingum til frambúðar. Það er ekki kjarkmikið hjá meirihlutanum í borginni að þora ekki að leggja fram hugmyndir sínar um umfangsmiklar og óafturkræfar breytingar á högum yngstu borgaranna. Það er heldur ekki merki um ótta foreldra og starfsfólks í grunn- og leikskólum að andmæla óljósum og illa kynntum breytingum. Í máli sviðsstjóra leikskólasviðs á fundinum í gær kom fram að ekki væri hægt að meta árangur af sameiningum fyrr en 3 árum eftir að skólar/leikskólar hafa verið sameinaðir. Það ku vera sá reynslutími sem þafr til að hægt sé að meta hvort slíkur gjörningur heppnist vel eða illa. Má bjóða einhverjum að skrá barnið sitt í þriggja ára tilraunahagræðingarverkefni borgarinnar með óljósum afleiðingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Magnúsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hugmyndir starfshóps á vegum menntaráðs borgarinnar um sameiningar leikskóla og grunnskóla eru óljósar og fáir vita í hverju þær felast. Foreldrar hafa heyrt orðróm, stjórnendur fengið bréf um að hugsanlega verði þeirra störf lögð niður og einhver konar samráð hefur víst verið haft í formi lokaðra funda sem litlum sögum fer af. Engar sameiningartillögur hafa verið birtar opinberlega. Engar tölur hafa birst um hve miklu sameiningar í skólakerfinu muni skila borginni. Engar skýringar hafa fengist á því hvaða mælikvarðar eru notaðir þegar metið er hvaða leikskóla og/eða skóla hentar að sameina og hverja ekki. Engar faglegar röksemdir hafa verið kynntar. Foreldrar sem nú rísa upp gegn hugmyndunum gera það ekki vegna almennrar andstöðu við allar breytingar, eins og formaður menntaráðs hefur gefið í skyn. Þeir gera það vegna þess að upplýsingar og röksemdir skortir. Hugtökum eins og „tækifæri til endurskipulagningar"og „samráðsferli" er kastað á loft án þess að ljóst sé hver tækifærin eru eða í hverju samráðið felst. Foreldrar ekki upplýstir fyrr en eftir á Þegar undirritaðri barst sá orðrómur að sameina ætti leikskóla sonarins öðrum leikskóla í næsta skólahverfi og leitaði upplýsinga hjá leikskólasviði um málið fékkst þetta svar í tölvupósti: „Foreldrar verða ekki upplýstir fyrr en frekari ákvarðanir liggja fyrir." Á hitafundi um skólamál í Ráðhúsinu í gærkvöld sem um 500 foreldrum reykvískra barna sóttu varð þetta viðhorf borgarinnar til aðkomu foreldra enn skýrara. Fyrst á að taka hinar „kjarkmiklu" ákvarðanir um niðurskurð og sameiningar og að því loknu verða þær rökstuddar og foreldrar upplýstir. Í millitíðinni eigum við að bíða, treysta borgaryfirvöldum og embættismönnum, en umfram allt: ekki vera hrædd við breytingar. Upplýsingar um niðurskurðinn og hinar meintu sameiningar eru þó svo mikið á reiki að bæði fræðslustjóri og fulltrúi meirihlutans í menntaráði hafa séð sig knúna til að leiðrétta „misskilning" fjölmiðla á málinu á síðustu dögum. Hvernig er hægt að misskilja upplýsingar sem ekki liggja fyrir? Hvers vegna liggja þessar upplýsingar ekki fyrir svo bæði foreldrar, fjölmiðlafólk og aðrir geti sett sig inn í málin? Ráðdeildarsömum stjórnendum fórnað Það er vandséð hvernig uppsagnir leikskólastjóra eiga að koma Reykjavíkurborg út úr fjárhagskröggum. Mun líklegra er að breytingarnar leiði til fækkunar starfsfólks með verðmæta reynslu af stjórnun leikskóla. Hættan á flótta úr stétt leikskólakennara í kjölfar uppsagna leikskólastjóra og sameininga er raunveruleg og ætti að vera áhyggjuefni borgarfulltrúa. Það er óskhyggja að telja að hægt sé að hrókera til leikskólastjórum með áratugareynslu án þess að kvarnist úr hópnum. Og Reykjavíkurborg má ekki við því að missa fagfólk út af leikskólunum, líkt og sviðsstjóri leikskólasviðs benti sjálf á á fundi með foreldrum. Á sama tíma og kjörnir fulltrúar borgarinnar létu um árabil viðgangast að gullkálfurinn Orkuveita Reykjavíkur steypti sér í botnlausar skuldir þá stýrðu leikskólastjórar sínum einingum af ráðdeild og gerðu það besta úr takmörkuðum fjármunum – og það ekki á neinum ofurlaunum. Benda má á að í greinargerð með fjárhagsáætlun borgarinnar kemur fram að síðustu ár hafa 98% leikskóla borgarinnar jafnan skilað rekstrinum af sér án þess að fara meira en 3% fram úr þeim fjárhagsramma sem þeim er settur. Ætli allar „rekstrareiningar" (svo gripið sé til stofnanamáls) borgarinnar geti stært sig af svona árangri? Borgarstjóri Reykjavíkur gerði hina skuldum vöfnu Orkuveitu raunar að umtalsefni á fundinum í Ráðhúsinu í gær þegar hann sagði niðurskurð óumflýjanlegan, m.a. vegna ábyrgðar á skuldum Orkuveiturinnar. Hins vegar fylgdu engar skýringar því hvernig tugmilljóna króna meintur sparnaður í skólum og leikskólum hjálpar til við að takast á við 240 milljarða króna skuldir OR. Tilraunahagræðing og börnin að veði Tveggja ára sonur minn hefur alltaf verið aðeins yfir kúrfu í þyngd og lengd, enda stór og hraustur strákur. Eftir fundinn í Ráðhúsinu í gærkvöld er mér orðið ljóst að hann er einnig nokkuð yfir kúrfu í kostnaði fyrir borgina, hann er óhagkvæmur í rekstri og stjórnendakostnaður við drenginn er of hár. Hann er í frekar fámennum leikskóla og þarf því nauðsynlega á hagræðingu að halda. Ef ég mótmæli þá er ég óttaslegin, svo notað sé orðfæri formanns menntaráðs sem verður tíðrætt um ótta foreldra við breytingar. Ef ég dreg í efa útreikninga borgarinnar um að óhagræði hljótist af syni mínum í sínum litla leikskóla þá stend ég í vegi fyrir „kjarkmiklum ákvörðunum." Kjarkurinn felst víst í því að þora að fella sem flest leik- og grunnskólabörn inn í fyrirfram ákveðna kúrfu sem hentar buddu borgarinnar þessa stundina, óháð afleiðingum til frambúðar. Það er ekki kjarkmikið hjá meirihlutanum í borginni að þora ekki að leggja fram hugmyndir sínar um umfangsmiklar og óafturkræfar breytingar á högum yngstu borgaranna. Það er heldur ekki merki um ótta foreldra og starfsfólks í grunn- og leikskólum að andmæla óljósum og illa kynntum breytingum. Í máli sviðsstjóra leikskólasviðs á fundinum í gær kom fram að ekki væri hægt að meta árangur af sameiningum fyrr en 3 árum eftir að skólar/leikskólar hafa verið sameinaðir. Það ku vera sá reynslutími sem þafr til að hægt sé að meta hvort slíkur gjörningur heppnist vel eða illa. Má bjóða einhverjum að skrá barnið sitt í þriggja ára tilraunahagræðingarverkefni borgarinnar með óljósum afleiðingum?
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun