Handbolti

Þurfum að vinna báða leikina og treysta á hagstæð úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leiknum í dag.
Róbert Gunnarsson í leiknum í dag. Mynd/Vilhelm
Eftir tapið stóra í Þýskalandi er ljóst að Ísland þarf nauðsynlega að vinna báða leiki sína sem liðið á eftir í undankeppni EM 2012 í Serbíu og treysta á hagstæð úrslit í viðureign Þýskalands og Austurríkis.

Miðað við þær forsendur að Ísland vinni bæði Letta og Austurríki í júní er ljóst að það muni duga Íslandi til að komast á EM - nema að niðurstaðan í leik Þýskalands og Austurríkis í júní verði jafntefli.

Þá er Ísland komið upp við vegg og þarf að minnsta kosti átta marka sigur - helst níu - á Austurríki mun duga liðinu til að komast til Serbíu.

Útreikningarnir eru flóknir en hafa þarf í huga að allt þetta miðast það við að Ísland vinni báða sína leiki sem eftir eru og að Lettar tapi báðum sínum, sem verður að teljast afar líklegt.

Áhugasamir geta glöggvað sig á þessu hér fyrir neðan en aðalatriðið er að Þýskaland og Austurríki geri ekki jafntefli í sínum leik. Þá er Ísland öruggt áfram með því að vinna báða sína leiki í júní.

Staðan í dag:

1. Austurríki 7 stig

2. Þýskaland 5 stig

3. Ísland 4 stig

4. Lettland 0 stig

Leikir sem eftir eru:

8.-9. mars:

Lettland - Ísland

Austurríki - Þýskaland

11.-12. mars:

Þýskaland - Lettland

Ísland - Austurríki

Forsendur:

- Ísland vinnur báða sína leiki

- Lettland tapar báðum sínum leikjum

Hvað gerist ef ...

... Austurríki vinnur Þýskaland.

- Austurríki (9 stig) og Ísland (8 stig) komast áfram. Þýskaland situr eftir með sjö stig.

... Þýskaland vinnur Austurríki.

- Þýskaland (9 stig) og Ísland (8 stig) komast áfram. Austurríki situr eftir með sjö stig.

... Þýskaland og Austurríki gera jafntefli

- Þýskaland, Austurríki og Ísland eru öll með 8 stig. Þá ræðst árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða.

- Liðin þrjú eru öll með fjögur stig í innbyrðisviðureignum liðanna og mun því markatala ráða endanlegri niðurröðun.

- Þýskaland væri sex mörk í plús eftir sigurinn á Íslandi í dag og því öruggt áfram samkvæmt þessari stöðu.

- Hvort að Ísland eða Austurríki fer með Þjóðverjum áfram til Serbíu ræðst af því hvernig leikur liðanna fer í Laugardalshöllinni í sumar. En vegna tapsins stóra í Þýskalandi í dag auk þess sem að Austurríki vann fimm marka sigur sigur á Íslandi í haust þarf Ísland að vinna upp sextán marka sveiflu til að komast áfram.

- Semsagt, Ísland kemst áfram með minnst átta marka sigri á Austurríki í sumar, annars ekki. Ef átta marka sigur verður niðurstaðan verða Ísland og Austurríki með jafnt markahlutfall og skiptir þá máli hvort liðið hefur skorað fleiri mörk sem er ekki hægt að reikna út nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×