Greining segir afnám gjaldeyrishafta einkennast af hræðslu 28. mars 2011 15:01 Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið. Icesave Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið.
Icesave Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira