Greining segir afnám gjaldeyrishafta einkennast af hræðslu 28. mars 2011 15:01 Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið. Icesave Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið.
Icesave Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira