Enski boltinn

Van Nistelrooy vill komast aftur í enska boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður þýska liðsins Hamburger SV, segir að það komi vel til greina að fara aftur til Englands í sumar. Van Nistelrooy er orðinn 34 ára gamall en hann er með lausan samning eftir þetta tímabil.

Ruud van Nistelrooy lék í fimm tímabil á Old Trafford og skoraði þá 95 mörk í 150 deildarleikjum þar af fór hann yfir tuttugu marka múrinn á fjórum af þessum fimm tímabilum.

„Ég er að hugsa að komast að hjá góðum klúbb í Englandi eftir þetta tímabil," sagði Ruud van Nistelrooy í viðtali hjá Sunday Mirror.

„Ég gæti reyndar líka alveg hugsað mér að spila á Spáni en ég held að Real Madrid hafi ekki lengur áhuga eftir það sem þeir lögðu á sig að fá mig í janúar," sagði Van Nistelrooy. Hamburger SV vildi ekki sleppa Hollendingnum til Jose Mourinho.

„Ég er búinn að ákveða það að sætta mig við það að vera varamaður ef að stórt félag vill fá mig. Ég hefði einnig sætt mig við það ef ég hefði komist til Real Madrid," sagði Van Nistelrooy sem hefur skora 11 mörk í 33 leikjum með Hamburger SV á síðustu tveimur tímabilum í þýsku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×