Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust 21. mars 2011 12:01 Af blaðamannafundinum Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira