Man. United í frábærum málum eftir 2-0 útisigur á Schalke Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 18:15 Ryan Giggs skorar markið sitt. Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira