Geir: Var ekki lengi að segja já Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 18:40 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti