Friðrik Ingi: Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2011 13:00 Peter Öqvist stýrir hér Sundsvall liðinu í vetur. Mynd/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn