Button óheppinn á heimavelli 11. júlí 2011 11:57 Jenson Button varð að stöðva bíl sinn eftir misheppnað þjónustuhlé hjá McLaren. AP mynd: Nigel Roddis Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. „Fyrir síðasta þjónustuhléið það var hraðinn til staðar og ég hafði náð Lewis (Hamilton), Sebastian (Vettel) og Mark (Webber). Þegar þeir fóru í þjónustuhlé, þá ók ég áfram einn hring og ég tel að ég hefði komið út við hlið, eða jafnvel á undan Mark eftir hléið mitt. En framhjólið var laust og ég varð að stöðva bílinn", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið í gær. Starfsmaður McLaren sem átti að festa rónna á hægra framhjólið undir bíl Buttons missti hana og sneri sér til að ná í aðra loftbyssu til að festa hjólið, sem er regla hjá McLaren ef svona atvik koma upp, samkvæmt frétt á autosport.com. Sú hreyfing varð til þess að sá starfsmaður sem sér um að lækka bílinn af tjakknum sem notaður er að framan, taldi allt klárt og því fór sem fór. Button var sendur af stað og sagðist Button vona að svipað atvik kæmi ekki fyrir aftur. „Þetta er svekkjandi, sérstaklega fyrir framan heimamenn, af því ég naut mótsins. Ég hafði góðan hraða og hafði gaman af því að komast framúr Felipe í innaverðri Vale beygjunni. Við færðum áhorfendum eitthvað að kætast yfir og það var synd að við gátum ekki náði í fleiri stig í meistaramótinu. Ég tel að það hefði verið möguleiki á verðlaunasæti", sagði Button. Button hefur aldrei komist á verðlaunapall í breska kappakstrinum, en hann hefur keppt í mótinu tólf sinnum á ferlinum. Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. „Fyrir síðasta þjónustuhléið það var hraðinn til staðar og ég hafði náð Lewis (Hamilton), Sebastian (Vettel) og Mark (Webber). Þegar þeir fóru í þjónustuhlé, þá ók ég áfram einn hring og ég tel að ég hefði komið út við hlið, eða jafnvel á undan Mark eftir hléið mitt. En framhjólið var laust og ég varð að stöðva bílinn", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið í gær. Starfsmaður McLaren sem átti að festa rónna á hægra framhjólið undir bíl Buttons missti hana og sneri sér til að ná í aðra loftbyssu til að festa hjólið, sem er regla hjá McLaren ef svona atvik koma upp, samkvæmt frétt á autosport.com. Sú hreyfing varð til þess að sá starfsmaður sem sér um að lækka bílinn af tjakknum sem notaður er að framan, taldi allt klárt og því fór sem fór. Button var sendur af stað og sagðist Button vona að svipað atvik kæmi ekki fyrir aftur. „Þetta er svekkjandi, sérstaklega fyrir framan heimamenn, af því ég naut mótsins. Ég hafði góðan hraða og hafði gaman af því að komast framúr Felipe í innaverðri Vale beygjunni. Við færðum áhorfendum eitthvað að kætast yfir og það var synd að við gátum ekki náði í fleiri stig í meistaramótinu. Ég tel að það hefði verið möguleiki á verðlaunasæti", sagði Button. Button hefur aldrei komist á verðlaunapall í breska kappakstrinum, en hann hefur keppt í mótinu tólf sinnum á ferlinum.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira