Umfjöllun: Blikar sigruðu Rosenborg og féllu úr leik með sæmd Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 20. júlí 2011 17:45 Dylan Macallister átti flottan leik. Mynd/Stefán Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn