Umfjöllun: Blikar sigruðu Rosenborg og féllu úr leik með sæmd Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 20. júlí 2011 17:45 Dylan Macallister átti flottan leik. Mynd/Stefán Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira