Björgólfur: Hvers vegna eru ekki fleiri gjaldþrota? 8. september 2011 10:21 Björgólfur Thor í London, þar sem hann starfar sem fjárfestir. „Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. Erindið flutti hann í gær ásamt Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank og Helga Hjörvar, alþingismanni og formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis, en þar spyr hann meðal annars hvernig það geti verið að aðeins þrír áberandi fjárfestar hafi orðið gjaldþrota. Í erindi Björgólfs, sem hann birtir á heimasíðu sinni, segir hann einkavæðingarferli bankanna hafa verið „sýkt af pólitík". Hann segir meðal mistaka þáverandi ríkisstjórnar, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, hafi verið að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfalls til að tryggja fjárhagslega sterkari kaupendur. Um afleiðingar þess að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfall skrifar Björgólfur: „Til að halda mikilvægum aðilum ánægðum ákvað ríkisstjórnin að selja báða bankana á sama tíma og um leið var ákveðið að fara ekki fram á hátt eiginfjárhlutfall. Þetta var gert til að liðka fyrir fjárvana, pólitískum bandamönnum, sem gátu nýtt pólitísk tengsl sín til að fá lán fyrir bankanum. Salan á Landsbankanum varð að forskrift fyrir sölu á Búnaðarbankanum". Björgólfur segist hafa haft ýmislegt við ferlið að athuga á sínum tíma. „ Ég velti fyrir mér að hætta við kaupin og ég hefði átt að ganga á brott þegar ég áttaði mig á að verið var að hagræða ferlinu, til hagsbóta fyrir meinta kaupendur Búnaðarbankans. En ég ýtti eigin efasemdum frá mér og það reyndust mestu mistök sem ég hef gert," skrifar Björgólfur, sem var meðal eiganda Landsbankans þegar bankinn fór á hausinn í bankahruninu veturinn 2008. Björgólfur setur líka spurningamerki um eftirleik hrunsins. Hann spyr: „Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir fyrrum viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn framkvæmdastjóri hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír. Hvers vegna? Er þetta eðlilegt?" Erindi Björgólfs er hægt að lesa hér. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
„Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. Erindið flutti hann í gær ásamt Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank og Helga Hjörvar, alþingismanni og formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis, en þar spyr hann meðal annars hvernig það geti verið að aðeins þrír áberandi fjárfestar hafi orðið gjaldþrota. Í erindi Björgólfs, sem hann birtir á heimasíðu sinni, segir hann einkavæðingarferli bankanna hafa verið „sýkt af pólitík". Hann segir meðal mistaka þáverandi ríkisstjórnar, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, hafi verið að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfalls til að tryggja fjárhagslega sterkari kaupendur. Um afleiðingar þess að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfall skrifar Björgólfur: „Til að halda mikilvægum aðilum ánægðum ákvað ríkisstjórnin að selja báða bankana á sama tíma og um leið var ákveðið að fara ekki fram á hátt eiginfjárhlutfall. Þetta var gert til að liðka fyrir fjárvana, pólitískum bandamönnum, sem gátu nýtt pólitísk tengsl sín til að fá lán fyrir bankanum. Salan á Landsbankanum varð að forskrift fyrir sölu á Búnaðarbankanum". Björgólfur segist hafa haft ýmislegt við ferlið að athuga á sínum tíma. „ Ég velti fyrir mér að hætta við kaupin og ég hefði átt að ganga á brott þegar ég áttaði mig á að verið var að hagræða ferlinu, til hagsbóta fyrir meinta kaupendur Búnaðarbankans. En ég ýtti eigin efasemdum frá mér og það reyndust mestu mistök sem ég hef gert," skrifar Björgólfur, sem var meðal eiganda Landsbankans þegar bankinn fór á hausinn í bankahruninu veturinn 2008. Björgólfur setur líka spurningamerki um eftirleik hrunsins. Hann spyr: „Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir fyrrum viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn framkvæmdastjóri hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír. Hvers vegna? Er þetta eðlilegt?" Erindi Björgólfs er hægt að lesa hér.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira