Orri Hauksson: Menn of ragir að afnema höftin Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. október 2011 19:45 Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira