Íslandsbanki búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis Hafsteinn Hauksson skrifar 20. nóvember 2011 21:30 Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur í nýjasta þætti Klinksins á Vísi, en þar segir hún að íslensku bankarnir leggi áherslu á sérstöðu sína í samskiptum við erlenda banka um þessar mundir. Búið sé að færa niður efnahagsreikninga íslensku bankanna, á meðan enn ríki óvissa um eignir erlendra banka og þeir berjist því við að halda í eiginfjárstöðu sína. "Ég finn það að erlendir bankamenn og matsfyrirtækin gera sér grein fyrir því að við erum með sterkan efnahagsreikning, líka af því við erum með sterkt eigið fé," segir Birna. En eru fólgin sóknarfæri í þessari sérstöðu sem íslensku bankarnir eru ekki að nýta? "Þó þetta séu hænuskref í þessum erlendu samskiptum, þá eru þau öll í rétta átt. Þegar við vorum að byrja, þá vorum við að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna hjá þeim reikninga." Síðan þá hafi hins vegar verið opnað fyrir alls kyns þjónustu gagnvart íslensku bönkunum erlendis, og þeir séu langt komnir með að ná fyrri stöðu hvað almenn bankaviðskipti varðar, þó sumir telji langt í að bankarnir geti sótt lánsfé á erlenda skuldabréfamarkaði. "Ég held að það sem er að gerast í Evrópu núna sé að seinka því ferli. Við hjá Íslandsbanka erum búin að undirbúa það hvernig við ætlum að standa að því, og erum að bíða eftir tækifæri þegar markaðir róast; hvernig við ætlum að kynna okkur og hver næstu skref verða." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á Sjónvarpssíðu Vísis. Klinkið Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur í nýjasta þætti Klinksins á Vísi, en þar segir hún að íslensku bankarnir leggi áherslu á sérstöðu sína í samskiptum við erlenda banka um þessar mundir. Búið sé að færa niður efnahagsreikninga íslensku bankanna, á meðan enn ríki óvissa um eignir erlendra banka og þeir berjist því við að halda í eiginfjárstöðu sína. "Ég finn það að erlendir bankamenn og matsfyrirtækin gera sér grein fyrir því að við erum með sterkan efnahagsreikning, líka af því við erum með sterkt eigið fé," segir Birna. En eru fólgin sóknarfæri í þessari sérstöðu sem íslensku bankarnir eru ekki að nýta? "Þó þetta séu hænuskref í þessum erlendu samskiptum, þá eru þau öll í rétta átt. Þegar við vorum að byrja, þá vorum við að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna hjá þeim reikninga." Síðan þá hafi hins vegar verið opnað fyrir alls kyns þjónustu gagnvart íslensku bönkunum erlendis, og þeir séu langt komnir með að ná fyrri stöðu hvað almenn bankaviðskipti varðar, þó sumir telji langt í að bankarnir geti sótt lánsfé á erlenda skuldabréfamarkaði. "Ég held að það sem er að gerast í Evrópu núna sé að seinka því ferli. Við hjá Íslandsbanka erum búin að undirbúa það hvernig við ætlum að standa að því, og erum að bíða eftir tækifæri þegar markaðir róast; hvernig við ætlum að kynna okkur og hver næstu skref verða." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á Sjónvarpssíðu Vísis.
Klinkið Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira