Ætlar ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki Hafsteinn Hauksson skrifar 20. nóvember 2011 20:30 "Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. Slíkar hugmyndir hafa verið uppi víða um heim allt frá því bankakreppan hófst, en efnahags- og viðskiptaráðherra vakti nýverið máls á þeim möguleika hér á landi. "Ég ætla ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki, svo við hlustum á það sem aðrir hafa að segja," segir Birna "Fjárfestingabankastarfsemi í íslensku bönkunum er mjög takmörkuð eins og staðan er í dag, en auðvitað er vert að skoða þetta eftir því sem hún vex." Sumir hafa hent að því gaman að íslensku bankarnir stundi nú fyrst og fremst viðskiptabankastarfsemi sem lýsa megi með 3-6-3 módelinu svokallaða; 3% innlánsvextir, 6% útlánsvextir og forstjórinn er mættur á golfvöllinn klukkan 3. "Ekki þetta með að mæta á golfvöllinn, ég get alveg sagt þér það," segir Birna spurð hvort Íslandsbanki starfi samkvæmt slíku módeli. "En auðvitað er stærsta starfsemi bankanna viðskiptabankastarfsemi. Hún hefur breyst úr því að vera lítill hluti, eins og í gömlu bönkunum, í það að vera meginhluti hagnaðar og veltu bankans. Við vonum samt að markaðir fari hér meira af stað, og við vonum að það sé eitthvað að gerast í Kauphöllinni. Þegar við losnum við gjaldeyrishöftin fer fjárfestingabankastarfsemi og miðlun áfram af stað. Sá hluti bankans á eftir að vaxa, á meðan viðskiptabankahlutinn er frekar stabíll." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á sjónvarpssíðu Vísis. Klinkið Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
"Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. Slíkar hugmyndir hafa verið uppi víða um heim allt frá því bankakreppan hófst, en efnahags- og viðskiptaráðherra vakti nýverið máls á þeim möguleika hér á landi. "Ég ætla ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki, svo við hlustum á það sem aðrir hafa að segja," segir Birna "Fjárfestingabankastarfsemi í íslensku bönkunum er mjög takmörkuð eins og staðan er í dag, en auðvitað er vert að skoða þetta eftir því sem hún vex." Sumir hafa hent að því gaman að íslensku bankarnir stundi nú fyrst og fremst viðskiptabankastarfsemi sem lýsa megi með 3-6-3 módelinu svokallaða; 3% innlánsvextir, 6% útlánsvextir og forstjórinn er mættur á golfvöllinn klukkan 3. "Ekki þetta með að mæta á golfvöllinn, ég get alveg sagt þér það," segir Birna spurð hvort Íslandsbanki starfi samkvæmt slíku módeli. "En auðvitað er stærsta starfsemi bankanna viðskiptabankastarfsemi. Hún hefur breyst úr því að vera lítill hluti, eins og í gömlu bönkunum, í það að vera meginhluti hagnaðar og veltu bankans. Við vonum samt að markaðir fari hér meira af stað, og við vonum að það sé eitthvað að gerast í Kauphöllinni. Þegar við losnum við gjaldeyrishöftin fer fjárfestingabankastarfsemi og miðlun áfram af stað. Sá hluti bankans á eftir að vaxa, á meðan viðskiptabankahlutinn er frekar stabíll." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á sjónvarpssíðu Vísis.
Klinkið Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira