Viðskipti innlent

"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt"

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. Málið gegn Íslandi snúist eingöngu um lágmarkstrygginguna. Þá þurfi Bretar og Hollendingar að sanna tjón sitt.

Þetta kom fram í viðtali við Árna Pál í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann segir að ráðgjöf andstæðinga Icesave-III hafi reynst vel, en ráðuneytið hans réð m.a til sín Reimar Pétursson, hrl., til að vinna að málsvörn gagnvart ESA, en téður Reimar barðist opinberlega gegn Icesave III í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í apríl sl.

Aðspurður um málsforræði segir Árni Páll að innistæðutryggingar heyri undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið og því sé málið á faglegu forræði þess, en nokkuð er deilt um þetta meðal þingmanna í augnablikinu. M.a hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagt það alveg skýrt að utanríkisráðuneytið sjái um að gæta hagsmuna íslenska ríkisins fyrir erlendum dómstólum.

Árni Páll fór yfir málið í nýjasta þættinum af Klinkinu. Sjá má bút úr viðtalinu hér fyrir ofan. Þá er hægt að horfa á viðtalið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is


Tengdar fréttir

Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×