Viðskipti innlent

N1 vill stækka á matvörumarkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
N1 ætlar í framtíðinni að hasla sér frekari völl á markaði með matvöru og jafnframt annarri smásölu sem tengist ekki eldsneyti. Þetta sagði Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Klinkinu hér á Vísi.

„Ég held að markmiðið hljóti að vera það að auka vægi annarra tekna en eldsneytis. Við horfum mjög til meiri matvörusölu, ég held við eigum þar tækifæri," sagði Hermann. Hann sagði að félagið væri nú þegar sterkt á markaði með iðnaðarvörur og efnavörur og vel væri hægt að hugsa sér að auka markaðshlutdeild félagsins á þeim markaði. „Við gætum stigið inná á markað eins og byggingarvörur eða aðra slíka smásöluverslun," sagði Hermann.

Hermann sagði að í febrúar 2006 hafi sala Essó á annarri vöru en eldsneyti verið um það bil 1150 milljónir á ári. Sala N1 á næsta ári á öðrum vörum en eldsneyti verði yfir tólf milljarðar. Gríðarlega mikið hafi breyst á þessum tíma. Meðal annars hefði Essó og Bílanaust verið sameinað undir merkjum N1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×