Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af ríkisfjármálunum Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 18:45 Þórarinn G., aðalhagfræðingur Seðlabankans, hefur áhyggjur af því að of mikill slaki sé á ríkisfjármálunum. Úr Klinkinu Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. Þegar bankarnir hrundu myndaðist mikið ójafnvægi í fjármálum hins opinbera, og risavaxinn halli varð á ríkisrekstrinum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í nýjasta þætti Klinksins að ekki sé hægt að segja annað en vel hafi tekist til við að vinna á hallanum og stjórnvöld haldið á spöðunum við hagstjórnina - þar til nú. „Núna virðast stjórnvöld hins vegar vera að slaka aðeins á, og þau segja það beinlínis," segir Þórarinn. „Það er ekki eins aðhaldssöm ríkisfjármálastefna og að var stefnt í fyrri áætlunum. Ég hef áhyggjur af því. Ég hefði heldur viljað að menn héldu fyrra plani og næðu niður hallanum og skuldunum hraðar en þeir ætla að gera." Þórarinn bendir á að Evrópulönd með svipað skuldsetningarhlutfall og íslenska ríkið séu að lenda í gríðarlegum vanda og þau séu undir þrýstingi um að skera hratt niður. Gjaldeyrishöftin veiti Íslandi sérstakt skjól um þessar mundir, en það vari ekki að eilífu. „Þess vegna hefði ég haldið að það væri skynsamlegra að nota þetta skjól sem við erum í núna til þess að halda fyrri áætlunum og fara hraðar niður með hallann og ná fyrr tökum á skuldunum." En er hann að segja að það séu lausatök í ríkisfjármálunum? „Nei, ég myndi ekki segja það miðað við það sem hefur verið að gerast. Það hefur verið aðhald, það hefur verið skorið niður og hallinn hefur minnkað. En ég hef áhyggjur af því að menn séu eitthvað að missa úthaldið í þessu." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. Þegar bankarnir hrundu myndaðist mikið ójafnvægi í fjármálum hins opinbera, og risavaxinn halli varð á ríkisrekstrinum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í nýjasta þætti Klinksins að ekki sé hægt að segja annað en vel hafi tekist til við að vinna á hallanum og stjórnvöld haldið á spöðunum við hagstjórnina - þar til nú. „Núna virðast stjórnvöld hins vegar vera að slaka aðeins á, og þau segja það beinlínis," segir Þórarinn. „Það er ekki eins aðhaldssöm ríkisfjármálastefna og að var stefnt í fyrri áætlunum. Ég hef áhyggjur af því. Ég hefði heldur viljað að menn héldu fyrra plani og næðu niður hallanum og skuldunum hraðar en þeir ætla að gera." Þórarinn bendir á að Evrópulönd með svipað skuldsetningarhlutfall og íslenska ríkið séu að lenda í gríðarlegum vanda og þau séu undir þrýstingi um að skera hratt niður. Gjaldeyrishöftin veiti Íslandi sérstakt skjól um þessar mundir, en það vari ekki að eilífu. „Þess vegna hefði ég haldið að það væri skynsamlegra að nota þetta skjól sem við erum í núna til þess að halda fyrri áætlunum og fara hraðar niður með hallann og ná fyrr tökum á skuldunum." En er hann að segja að það séu lausatök í ríkisfjármálunum? „Nei, ég myndi ekki segja það miðað við það sem hefur verið að gerast. Það hefur verið aðhald, það hefur verið skorið niður og hallinn hefur minnkað. En ég hef áhyggjur af því að menn séu eitthvað að missa úthaldið í þessu." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira