Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af ríkisfjármálunum Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 18:45 Þórarinn G., aðalhagfræðingur Seðlabankans, hefur áhyggjur af því að of mikill slaki sé á ríkisfjármálunum. Úr Klinkinu Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. Þegar bankarnir hrundu myndaðist mikið ójafnvægi í fjármálum hins opinbera, og risavaxinn halli varð á ríkisrekstrinum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í nýjasta þætti Klinksins að ekki sé hægt að segja annað en vel hafi tekist til við að vinna á hallanum og stjórnvöld haldið á spöðunum við hagstjórnina - þar til nú. „Núna virðast stjórnvöld hins vegar vera að slaka aðeins á, og þau segja það beinlínis," segir Þórarinn. „Það er ekki eins aðhaldssöm ríkisfjármálastefna og að var stefnt í fyrri áætlunum. Ég hef áhyggjur af því. Ég hefði heldur viljað að menn héldu fyrra plani og næðu niður hallanum og skuldunum hraðar en þeir ætla að gera." Þórarinn bendir á að Evrópulönd með svipað skuldsetningarhlutfall og íslenska ríkið séu að lenda í gríðarlegum vanda og þau séu undir þrýstingi um að skera hratt niður. Gjaldeyrishöftin veiti Íslandi sérstakt skjól um þessar mundir, en það vari ekki að eilífu. „Þess vegna hefði ég haldið að það væri skynsamlegra að nota þetta skjól sem við erum í núna til þess að halda fyrri áætlunum og fara hraðar niður með hallann og ná fyrr tökum á skuldunum." En er hann að segja að það séu lausatök í ríkisfjármálunum? „Nei, ég myndi ekki segja það miðað við það sem hefur verið að gerast. Það hefur verið aðhald, það hefur verið skorið niður og hallinn hefur minnkað. En ég hef áhyggjur af því að menn séu eitthvað að missa úthaldið í þessu." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. Þegar bankarnir hrundu myndaðist mikið ójafnvægi í fjármálum hins opinbera, og risavaxinn halli varð á ríkisrekstrinum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í nýjasta þætti Klinksins að ekki sé hægt að segja annað en vel hafi tekist til við að vinna á hallanum og stjórnvöld haldið á spöðunum við hagstjórnina - þar til nú. „Núna virðast stjórnvöld hins vegar vera að slaka aðeins á, og þau segja það beinlínis," segir Þórarinn. „Það er ekki eins aðhaldssöm ríkisfjármálastefna og að var stefnt í fyrri áætlunum. Ég hef áhyggjur af því. Ég hefði heldur viljað að menn héldu fyrra plani og næðu niður hallanum og skuldunum hraðar en þeir ætla að gera." Þórarinn bendir á að Evrópulönd með svipað skuldsetningarhlutfall og íslenska ríkið séu að lenda í gríðarlegum vanda og þau séu undir þrýstingi um að skera hratt niður. Gjaldeyrishöftin veiti Íslandi sérstakt skjól um þessar mundir, en það vari ekki að eilífu. „Þess vegna hefði ég haldið að það væri skynsamlegra að nota þetta skjól sem við erum í núna til þess að halda fyrri áætlunum og fara hraðar niður með hallann og ná fyrr tökum á skuldunum." En er hann að segja að það séu lausatök í ríkisfjármálunum? „Nei, ég myndi ekki segja það miðað við það sem hefur verið að gerast. Það hefur verið aðhald, það hefur verið skorið niður og hallinn hefur minnkað. En ég hef áhyggjur af því að menn séu eitthvað að missa úthaldið í þessu." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira