Ekki froða heldur eðlilegur gangur hagsveiflunnar Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 20:30 „Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira