Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2011 17:22 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira