Manchester bíður eftir Björk - Tónleikar á Íslandi ekki ákveðnir enn 23. mars 2011 17:00 Björk frumflytur tónlist af Biophilia í Manchester. Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira