Siðaðra þjóða háttur Benedikt Jóhannesson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Icesave Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun