Sem betur fer Svavar Gestsson skrifar 15. apríl 2011 07:00 Sem betur fer – eða hvað? – virðast allir hafa gleymt þessu: Á árunum fyrir 1960 var kannað hvernig unnt væri að koma fyrir litlu kjarnorkuveri til orkuframleiðslu í Vestmannaeyjum. Um var að ræða kjarnorkuver með 26,2 megavatta varmaafli eða 5,6 megavatta rafafli. Þetta tæki átti að nýta létt vatn og auðgað úraníum svipað og er í orkuverunum í Japan, sem eru að nokkru leyti komin vel til ára sinna. Hugmyndin var að nota varmaaflið fyrir hitaveitu þegar rafaflið væri ekki að fullu nýtt. Rafmagnsveitur ríkisins skoðuðu málið sérstaklega. Vinna var líka á borðum Kjarnfræðanefndar en hún var stofnuð 1956 eftir Genfarfundinn um friðsamlega notkun kjarnorku 1955. Björn Kristinsson, rafmagnsverkfræðingur, þá framkvæmdastjóri nefndarinnar og seinna prófessor við Háskóla Íslands, vann greinargerð fyrir nefndina um orkuverið. Nefndin var lögð niður 1964. Hugsanleg áhrif vetnissamruna (kjarnasamruna) á íslenskt efnahagslíf voru rædd í fullri alvöru á þessum árum. Menn trúðu á tímabili að stillanlegur vetnissamruni væri rétt handan við hornið. Þetta gat þýtt að best væri að koma innlendri orku í verð áður en það yrði of seint og hafði bein áhrif á orkusölu til stóriðjunnar. Og viðhorf til raforkuverðs. Í umræðunum um orkuverð til álversins í Straumsvík tókust á nokkur meginsjónarmið. Áhersla var lögð á að nauðsynlegt væri að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið eins og það var kallað. Talið var að efnahagslífið væri of veikt með því að treysta á sjávarútveginn einan. Var mikið til í því. Sumir bentu reyndar á möguleika ferðaþjónustunnar. Það voru ekki talin veigamikil rök á þeirri tíð. Nú er ferðaþjónustan að rísa yfir allar aðrar atvinnugreinar í gjaldeyrisöflun. Andstæðingar stóriðjuversins á sjöunda áratugnum voru hins vegar ekki á móti stóriðjunni sem slíkri heldur í fyrsta lagi allt of lágu orkuverði til álversins og í öðru lagi báru einhverjir – en fáir – fram umhverfisrök; álverið mengar. Og í þriðja lagi voru margir andvígir álverinu af því að það var og er í eigu útlendinga. Sú röksemd heyrist sjaldan nú orðið. En hinar eru áfram á sínum stað. Sú sem snýr að orkuverðinu hefur hins vegar orðið örlagaríkust. Verðið fyrir raforkuna á Íslandi hefur verið allt of lágt. Það er enn allt of lágt. Sú staðreynd á að nokkru leyti rætur að rekja til þess að einhverjir töldu að kjarnorkan væri að koma; að hún myndi eftir skamma stund gera íslensku orkulindirnar verðlausar. Sem betur fer urðu þeir ekki sannspáir sem héldu slíku fram. Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum varð aldrei til nema á fáeinum minnisblöðum. Þetta kjarnorkuver hefði aldrei orðið neitt í samanburði við þau sem seinna urðu til um allan heim. En Íslendingar könnuðu þessa slóð. Minnisblöðin eru til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sem betur fer – eða hvað? – virðast allir hafa gleymt þessu: Á árunum fyrir 1960 var kannað hvernig unnt væri að koma fyrir litlu kjarnorkuveri til orkuframleiðslu í Vestmannaeyjum. Um var að ræða kjarnorkuver með 26,2 megavatta varmaafli eða 5,6 megavatta rafafli. Þetta tæki átti að nýta létt vatn og auðgað úraníum svipað og er í orkuverunum í Japan, sem eru að nokkru leyti komin vel til ára sinna. Hugmyndin var að nota varmaaflið fyrir hitaveitu þegar rafaflið væri ekki að fullu nýtt. Rafmagnsveitur ríkisins skoðuðu málið sérstaklega. Vinna var líka á borðum Kjarnfræðanefndar en hún var stofnuð 1956 eftir Genfarfundinn um friðsamlega notkun kjarnorku 1955. Björn Kristinsson, rafmagnsverkfræðingur, þá framkvæmdastjóri nefndarinnar og seinna prófessor við Háskóla Íslands, vann greinargerð fyrir nefndina um orkuverið. Nefndin var lögð niður 1964. Hugsanleg áhrif vetnissamruna (kjarnasamruna) á íslenskt efnahagslíf voru rædd í fullri alvöru á þessum árum. Menn trúðu á tímabili að stillanlegur vetnissamruni væri rétt handan við hornið. Þetta gat þýtt að best væri að koma innlendri orku í verð áður en það yrði of seint og hafði bein áhrif á orkusölu til stóriðjunnar. Og viðhorf til raforkuverðs. Í umræðunum um orkuverð til álversins í Straumsvík tókust á nokkur meginsjónarmið. Áhersla var lögð á að nauðsynlegt væri að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið eins og það var kallað. Talið var að efnahagslífið væri of veikt með því að treysta á sjávarútveginn einan. Var mikið til í því. Sumir bentu reyndar á möguleika ferðaþjónustunnar. Það voru ekki talin veigamikil rök á þeirri tíð. Nú er ferðaþjónustan að rísa yfir allar aðrar atvinnugreinar í gjaldeyrisöflun. Andstæðingar stóriðjuversins á sjöunda áratugnum voru hins vegar ekki á móti stóriðjunni sem slíkri heldur í fyrsta lagi allt of lágu orkuverði til álversins og í öðru lagi báru einhverjir – en fáir – fram umhverfisrök; álverið mengar. Og í þriðja lagi voru margir andvígir álverinu af því að það var og er í eigu útlendinga. Sú röksemd heyrist sjaldan nú orðið. En hinar eru áfram á sínum stað. Sú sem snýr að orkuverðinu hefur hins vegar orðið örlagaríkust. Verðið fyrir raforkuna á Íslandi hefur verið allt of lágt. Það er enn allt of lágt. Sú staðreynd á að nokkru leyti rætur að rekja til þess að einhverjir töldu að kjarnorkan væri að koma; að hún myndi eftir skamma stund gera íslensku orkulindirnar verðlausar. Sem betur fer urðu þeir ekki sannspáir sem héldu slíku fram. Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum varð aldrei til nema á fáeinum minnisblöðum. Þetta kjarnorkuver hefði aldrei orðið neitt í samanburði við þau sem seinna urðu til um allan heim. En Íslendingar könnuðu þessa slóð. Minnisblöðin eru til.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun