Stjórnarráð Íslands og lærdómar hrunsins Hrannar Björn Arnarsson skrifar 16. apríl 2011 07:00 Stjórnarráð Íslands hefur verið að breytast og eflast í samræmi við þann lærdóm sem draga má af vinnubrögðum í aðdraganda efnahagshrunsins. Frumvarp forsætisráðherra til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands sem lagt var fram á Alþingi í vikunni er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Samhæfing og samstarf ráðuneytaÚrlausn sífellt fleiri verkefna sem sinnt er innan Stjórnarráðs Íslands kallar á aðkomu tveggja eða fleiri ráðuneyta. Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra er skýrt kveðið á um hlutverk forsætisráðherra, sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar, að tryggja að verkaskipting og um leið ábyrgð ráðuneyta, sé skýr og að hann geti haft frumkvæði að því að ráðuneyti samhæfi stefnu sína og aðgerðir ef á þarf að halda. Þá er í frumvarpinu einnig lögð sú sjálfsagða skylda á alla ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir þegar málefni og málefnasvið ráðuneyta skarast. Því verður hvorki haldið fram að með þessu sé forsætisráðherra falið einhvers konar gerræðisvald varðandi það hvernig verkefnum verður sinnt innan Stjórnarráðs Íslands né að þetta festi í sessi „foringjaræði“ eins og einhverjir hafa sagt. Ákvæðið breytir engu um ábyrgð einstakra ráðherra á þeim verkefnum sem ráðuneyti viðkomandi sinna en er sett fram til þess að tryggja aukna samvinnu og samstarf á milli ráðuneyta við úrlausn mála í almannaþágu og til að tryggja að ráðherrar sem sannarlega ættu að hafa aðkomu að einstökum málum komi að þeim. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að forsætisráðherra er forystumaður ríkisstjórnar sem sameiginlega stefnir í ákveðna átt og vinnur að framgangi þeirra málefna sem ríkisstjórnin hefur sameiginlega ákveðið að beita sér fyrir. Hér er því um fullkomlega eðlilega og faglega framsetningu að ræða. Lærdómar hrunsins nýttirVið lestur skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er augljóst að skýrari verkaskipting, formfastara samráð og skilvirkara flæði upplýsinga á milli ráðuneyta og á milli ráðuneyta og stofnana þeirra hefði hugsanlega orðið til þess að fyrr og markvissar hefði verið brugðist við í aðdraganda efnahagshrunsins. Þá má lesa útúr niðurstöðum hennar að forsætisráðherra hefði mátt beita sér af meiri festu fyrir því að ráðuneytin samhæfðu viðbúnað til að bregðast við aðsteðjandi hættu. Krafan um aukna samvinnu og betra vinnulag kemur líka sterklega fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem birt var í desember 2010 og nefndist Samhent stjórnsýsla. Sú nefnd byggði tillögur sínar m.a. á rannsókn sem fólst í viðtölum við núverandi og fyrrverandi ráðherra og stjórnendur innan Stjórnarráðs Íslands sem leiddi í ljós að kallað er eftir meiri samvinnu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Þá er þessi árétting um frekara samstarf ráðuneyta í takt við niðurstöðu þingmannanefndar er fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en í skýrslu hennar segir „[s]karist valdsvið tveggja eða fleiri ráðherra ber þeim með formlegum hætti að hafa samvinnu um þau vinnubrögð sem viðhöfð skulu hverju sinni þannig að ávallt sé ljóst á ábyrgðarsviði hvers þeirra er starfað.“ Aukið svigrúm til samhentra vinnubragðaTil þess að tryggja enn betur að Stjórnarráðið geti unnið samhent og markvisst að tilteknum stefnumálum hvers tíma er í frumvarpinu lagt til að ríkisstjórnir á hverjum tíma hafi meira svigrúm til þess að færa til verkefni og skipuleggja Stjórnarráð íslands. Er þetta í samræmi við 15. gr. stjórnarskrárinnar og meira í líkingu við það hvernig málum er háttað í þeim löndum sem við berum okkur einkum saman við, s.s. Danmörku og Noreg. Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta að ákvörðun um það hver skuli vera lögbundin verkefni framkvæmdarvaldsins verður eftir sem áður að sjálfsögðu í höndum Alþingis sem og eftirlit með því hvernig sú framkvæmd gengur og breytir frumvarpið engu þar um. Frumvarpið skerpir hins vegar á mörkum milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds í samræmi við vaxandi kröfur þar um. Markvissar breytingar í samræmi við rannsóknarskýrsluMeð því frumvarpi sem forsætisráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi er verið að bregðast við ábendingum rannsóknarnefndar Alþingis, þingmannanefndarinnar, starfshóp forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og síðast en ekki síst tillögum úr skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Í athugasemdum við frumvarpið eru sérstakir kaflar um það hvernig frumvarpið mætir þeim tillögum sem þessar nefndir og hópar hafa sett fram á undanförnum mánuðum. Fullyrðingar um að frumvarpið fari gegn varnaðarorðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti eru í frumvarpinu og ýmsum öðrum breytingum sem unnið hefur verið að innan Stjórnarráðsins eftir hrun, markvissar tillögur og aðgerðir sem miða að því að tryggja öflugri stjórnsýslu í samræmi við ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um breytt og betra vinnulag í Stjórnarráði Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarráð Íslands hefur verið að breytast og eflast í samræmi við þann lærdóm sem draga má af vinnubrögðum í aðdraganda efnahagshrunsins. Frumvarp forsætisráðherra til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands sem lagt var fram á Alþingi í vikunni er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Samhæfing og samstarf ráðuneytaÚrlausn sífellt fleiri verkefna sem sinnt er innan Stjórnarráðs Íslands kallar á aðkomu tveggja eða fleiri ráðuneyta. Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra er skýrt kveðið á um hlutverk forsætisráðherra, sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar, að tryggja að verkaskipting og um leið ábyrgð ráðuneyta, sé skýr og að hann geti haft frumkvæði að því að ráðuneyti samhæfi stefnu sína og aðgerðir ef á þarf að halda. Þá er í frumvarpinu einnig lögð sú sjálfsagða skylda á alla ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir þegar málefni og málefnasvið ráðuneyta skarast. Því verður hvorki haldið fram að með þessu sé forsætisráðherra falið einhvers konar gerræðisvald varðandi það hvernig verkefnum verður sinnt innan Stjórnarráðs Íslands né að þetta festi í sessi „foringjaræði“ eins og einhverjir hafa sagt. Ákvæðið breytir engu um ábyrgð einstakra ráðherra á þeim verkefnum sem ráðuneyti viðkomandi sinna en er sett fram til þess að tryggja aukna samvinnu og samstarf á milli ráðuneyta við úrlausn mála í almannaþágu og til að tryggja að ráðherrar sem sannarlega ættu að hafa aðkomu að einstökum málum komi að þeim. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að forsætisráðherra er forystumaður ríkisstjórnar sem sameiginlega stefnir í ákveðna átt og vinnur að framgangi þeirra málefna sem ríkisstjórnin hefur sameiginlega ákveðið að beita sér fyrir. Hér er því um fullkomlega eðlilega og faglega framsetningu að ræða. Lærdómar hrunsins nýttirVið lestur skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er augljóst að skýrari verkaskipting, formfastara samráð og skilvirkara flæði upplýsinga á milli ráðuneyta og á milli ráðuneyta og stofnana þeirra hefði hugsanlega orðið til þess að fyrr og markvissar hefði verið brugðist við í aðdraganda efnahagshrunsins. Þá má lesa útúr niðurstöðum hennar að forsætisráðherra hefði mátt beita sér af meiri festu fyrir því að ráðuneytin samhæfðu viðbúnað til að bregðast við aðsteðjandi hættu. Krafan um aukna samvinnu og betra vinnulag kemur líka sterklega fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem birt var í desember 2010 og nefndist Samhent stjórnsýsla. Sú nefnd byggði tillögur sínar m.a. á rannsókn sem fólst í viðtölum við núverandi og fyrrverandi ráðherra og stjórnendur innan Stjórnarráðs Íslands sem leiddi í ljós að kallað er eftir meiri samvinnu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Þá er þessi árétting um frekara samstarf ráðuneyta í takt við niðurstöðu þingmannanefndar er fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en í skýrslu hennar segir „[s]karist valdsvið tveggja eða fleiri ráðherra ber þeim með formlegum hætti að hafa samvinnu um þau vinnubrögð sem viðhöfð skulu hverju sinni þannig að ávallt sé ljóst á ábyrgðarsviði hvers þeirra er starfað.“ Aukið svigrúm til samhentra vinnubragðaTil þess að tryggja enn betur að Stjórnarráðið geti unnið samhent og markvisst að tilteknum stefnumálum hvers tíma er í frumvarpinu lagt til að ríkisstjórnir á hverjum tíma hafi meira svigrúm til þess að færa til verkefni og skipuleggja Stjórnarráð íslands. Er þetta í samræmi við 15. gr. stjórnarskrárinnar og meira í líkingu við það hvernig málum er háttað í þeim löndum sem við berum okkur einkum saman við, s.s. Danmörku og Noreg. Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta að ákvörðun um það hver skuli vera lögbundin verkefni framkvæmdarvaldsins verður eftir sem áður að sjálfsögðu í höndum Alþingis sem og eftirlit með því hvernig sú framkvæmd gengur og breytir frumvarpið engu þar um. Frumvarpið skerpir hins vegar á mörkum milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds í samræmi við vaxandi kröfur þar um. Markvissar breytingar í samræmi við rannsóknarskýrsluMeð því frumvarpi sem forsætisráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi er verið að bregðast við ábendingum rannsóknarnefndar Alþingis, þingmannanefndarinnar, starfshóp forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og síðast en ekki síst tillögum úr skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Í athugasemdum við frumvarpið eru sérstakir kaflar um það hvernig frumvarpið mætir þeim tillögum sem þessar nefndir og hópar hafa sett fram á undanförnum mánuðum. Fullyrðingar um að frumvarpið fari gegn varnaðarorðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti eru í frumvarpinu og ýmsum öðrum breytingum sem unnið hefur verið að innan Stjórnarráðsins eftir hrun, markvissar tillögur og aðgerðir sem miða að því að tryggja öflugri stjórnsýslu í samræmi við ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um breytt og betra vinnulag í Stjórnarráði Íslands.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun