Þjóðverjar hafa reynst United erfiðir Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. apríl 2011 06:00 Ralf Rangnick stýrði Schalke til sigurs gegn Inter í fjórðungsúrslitunum. Nordic Photos / Bongarts Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum. Schalke hefur leikið frábærlega á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Það má því búast við að ferðin til Þýskalands muni reynast lærisveinum Alex Ferguson erfið. Tvisvar áður hefur United fallið úr leik í undanúrslitum fyrir þýsku liði og í fyrra féll liðið úr keppni fyrir Bayern München í 8-liða úrslitum. „Það er meira hungur hjá okkur en þeim. United er mjög skipulagt lið og heilsteyptara en Inter. Hættan stafar ekki aðeins af Wayne Rooney eða Javier Hernandez. Þeir eru með marga sterka leikmenn. Við stefnum ekki að því að ná markalausu jafntefli, við viljum vinna leikinn. Við ætlum að reyna að vinna báða leikina," sagði Ralf Rangnick, þjálfari Schalke. United verður án Dimitars Berbatov í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í nára. Berbatov hefur skorað 22 mörk í vetur en hefur misst sæti sitt í liðinu til Javiers Hernandez sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Lítið hefur gengið hjá Schalke í þýsku deildinni í vetur og er liðið í 10. sæti meðan United er í góðri stöðu með að vinna Englandsmeistaratitilinn. Varnarmaðurinn John O'Shea segir liðið ekki vanmeta Schalke. „Schalke er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni og lið sem nær slíkum árangri hlýtur að vera gott. Að liðið hafi skorað svona mörg mörk gegn Inter segir sína sögu. Við verðum að ná útivallarmarki og þá eigum við frábæran möguleika á heimavelli," sagði O'Shea.- jjk Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum. Schalke hefur leikið frábærlega á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Það má því búast við að ferðin til Þýskalands muni reynast lærisveinum Alex Ferguson erfið. Tvisvar áður hefur United fallið úr leik í undanúrslitum fyrir þýsku liði og í fyrra féll liðið úr keppni fyrir Bayern München í 8-liða úrslitum. „Það er meira hungur hjá okkur en þeim. United er mjög skipulagt lið og heilsteyptara en Inter. Hættan stafar ekki aðeins af Wayne Rooney eða Javier Hernandez. Þeir eru með marga sterka leikmenn. Við stefnum ekki að því að ná markalausu jafntefli, við viljum vinna leikinn. Við ætlum að reyna að vinna báða leikina," sagði Ralf Rangnick, þjálfari Schalke. United verður án Dimitars Berbatov í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í nára. Berbatov hefur skorað 22 mörk í vetur en hefur misst sæti sitt í liðinu til Javiers Hernandez sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Lítið hefur gengið hjá Schalke í þýsku deildinni í vetur og er liðið í 10. sæti meðan United er í góðri stöðu með að vinna Englandsmeistaratitilinn. Varnarmaðurinn John O'Shea segir liðið ekki vanmeta Schalke. „Schalke er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni og lið sem nær slíkum árangri hlýtur að vera gott. Að liðið hafi skorað svona mörg mörk gegn Inter segir sína sögu. Við verðum að ná útivallarmarki og þá eigum við frábæran möguleika á heimavelli," sagði O'Shea.- jjk
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira